Handbolti

Frábær barátta dugði ekki gegn þeim frönsku - annað tækifæri á laugardag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán

Íslenska kvennalandsliðið þarf að bíða þar til á laugardaginn til þess að tryggja sér sögulegt sæti í lokakeppni EM eftir þriggja marka tap fyrir Frökkum, 24-27, í Laugardalshöllinni í kvöld.

Íslensku stelpurnar gáfu allt sitt í leikinn og sýndu mikinn styrk með því að gefast ekki upp þegar á móti blés og franska liðið virtist vera að stinga af.

Íslenska liðið skoraði fimm mörk í röð um miðjan seinni hálfleik og komst yfir í leiknum en tókst ekki að halda út á móti einu besta liði í heimi.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir spilaði frábærlega í kvöld þrátt fyrir að vera augljóslega sárþjáð og eiginlega á annarri löppinni. Hanna skoraði alls 13 mörk í leiknum og Rakel Dögg Bragadóttir kom henni næst með 3 mörk.

Íslensku stelpunum nægði jafntefli í kvöld til þess að tryggja sér annað sætið en nú bíður liðsins útileikur í Austurríki þar sem liðin berjast um farseðilinn á EM sem fram fer í Danmörku og Noregi í desember.

Ísland-Frakkland 24-27 (11-13)



Mörk Íslands (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 13/6 (20/8), Rakel Dögg Bragadóttir 3 (6), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (4), Hrafnhildur Skúladóttir 2 (7), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Berglind Íris Hansdóttir 1 (1), Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1(1), Rebekka Rut Skúladóttir (1), Sunna Jónsdóttir (1), Karen Knútsdóttir (3), Stella Sigurðardóttir (4).

Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 11 (33/2, 33%), Íris Björk Símonardóttir 1(6, 17%).














Fleiri fréttir

Sjá meira


×