Webber sefur eins og ungabarn þrátt fyrir spennandi titilslag 13. nóvember 2010 08:15 Mark Webber heldur ró sinni á hótelinu í Abu Dhabi þó titilslagurinn sé í algleymingi. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Mark Webber er einn fjögurra sem á möguleika á meistaratitli ökumanna um helgina í lokamótinu í Abu Dhabi. Hann hefur aldrei verið í titilslag áður, en virðist yfirvegaður og klár í slaginn þrátt fyrir mikla fjölmiðlaathygli á mótsstað og spennu vegna stöðunnar í stigamótinu. Fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum í lokamótinu. Webber ræddi við fréttamann á f1.com, sem er opinber vefur rétthafa Formúlu 1. Aðspurður um hver ætti að verða meistari sagði Webber; "Ég, af því ég er elstur! Afhverju ekki. Það er kominn tími til að fá niðurstöðu í þetta, en ég tel að þetta gæti staðið svona í tvö þrjú mót án þess að málin skýrðust almennilega. Við höfum allir verið í forystu á tímabilinu, en það sem er mikilvægast er hvernig staðan verður að leiðarlokum. Ég á góðan möguleika, en staða Alonso er betri", sagði Webber. Webber segir að það skipti ekki máli hvort hann ynni mótið hugsanlega vegna liðskipanna, þar sem slíkt hafi viðgengist lengi og engin muni eftir því þegar frá líður. Sú staða gæti komið upp að Alonso yrði meistari, ef Vettel er á undan Webber í mótinu miðað við ákveðnar sæta forsendur, en þá gæti Vettel hleypt Webber framúr til að hann verði meistari. Red Bull segjast ekki ætla stýra því hvað ökmenn gera við slíkar aðstæður. "Það eru allir að tala um möguleikanna. En hvað ef ég er í forystu! Ég ætla að vinna mótið og þarf ekki að ræða annað. En ef Fernando er annar, þá verður hann samt meistari. Ef Vettel er á undan verð ég að komast framúr. Vitanlega viljum við ekki árekstur okkar á milli eins og í Tyrklandi. Það besta sem ég get gert er að ná forystu og vinna. Þetta er löng keppni og vélarnar hjá öllum eru á mörkunum", sagði Webber. Webber hefur látið þau orð falla að hann sofi eins og ungabarn, þrátt fyrir háspennu um umstangið í kringum titilslaginn. Rólyndi hans mun örugglega hjálpa í tímatökunni í dag, en hann segir að hjartað hamist í brjósti hans og hann taki á öllu sem hann á þegar hann ekur í bílnum. Webber var spurður að því hver ætti tiltlinn skilinn ef hann fengi hann ekki. "Við eigum hann allir skilið. Seb (astian) hefur ekið mjög, mjög vel en hefur lent í vandræðum. Fernando var ekki með bílinn í þetta til að byrja með, en gengur vel núna. Við eigum allir möguleika skilinn og það er ómögulegt að svara þessu. Það yrði gott fyrir liðið að vinna báða titla, þannig að trúlega væri best ef Seb fengi hann, en hinir keppinautarnir", sagði Webber. Bein útsending er frá lokaæfingu keppnisliða í Abu Dhabi í dag kl. 09.55 í dag á Stöð 2 Sport og tímakan er í beinni útsendingu í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Mark Webber er einn fjögurra sem á möguleika á meistaratitli ökumanna um helgina í lokamótinu í Abu Dhabi. Hann hefur aldrei verið í titilslag áður, en virðist yfirvegaður og klár í slaginn þrátt fyrir mikla fjölmiðlaathygli á mótsstað og spennu vegna stöðunnar í stigamótinu. Fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum í lokamótinu. Webber ræddi við fréttamann á f1.com, sem er opinber vefur rétthafa Formúlu 1. Aðspurður um hver ætti að verða meistari sagði Webber; "Ég, af því ég er elstur! Afhverju ekki. Það er kominn tími til að fá niðurstöðu í þetta, en ég tel að þetta gæti staðið svona í tvö þrjú mót án þess að málin skýrðust almennilega. Við höfum allir verið í forystu á tímabilinu, en það sem er mikilvægast er hvernig staðan verður að leiðarlokum. Ég á góðan möguleika, en staða Alonso er betri", sagði Webber. Webber segir að það skipti ekki máli hvort hann ynni mótið hugsanlega vegna liðskipanna, þar sem slíkt hafi viðgengist lengi og engin muni eftir því þegar frá líður. Sú staða gæti komið upp að Alonso yrði meistari, ef Vettel er á undan Webber í mótinu miðað við ákveðnar sæta forsendur, en þá gæti Vettel hleypt Webber framúr til að hann verði meistari. Red Bull segjast ekki ætla stýra því hvað ökmenn gera við slíkar aðstæður. "Það eru allir að tala um möguleikanna. En hvað ef ég er í forystu! Ég ætla að vinna mótið og þarf ekki að ræða annað. En ef Fernando er annar, þá verður hann samt meistari. Ef Vettel er á undan verð ég að komast framúr. Vitanlega viljum við ekki árekstur okkar á milli eins og í Tyrklandi. Það besta sem ég get gert er að ná forystu og vinna. Þetta er löng keppni og vélarnar hjá öllum eru á mörkunum", sagði Webber. Webber hefur látið þau orð falla að hann sofi eins og ungabarn, þrátt fyrir háspennu um umstangið í kringum titilslaginn. Rólyndi hans mun örugglega hjálpa í tímatökunni í dag, en hann segir að hjartað hamist í brjósti hans og hann taki á öllu sem hann á þegar hann ekur í bílnum. Webber var spurður að því hver ætti tiltlinn skilinn ef hann fengi hann ekki. "Við eigum hann allir skilið. Seb (astian) hefur ekið mjög, mjög vel en hefur lent í vandræðum. Fernando var ekki með bílinn í þetta til að byrja með, en gengur vel núna. Við eigum allir möguleika skilinn og það er ómögulegt að svara þessu. Það yrði gott fyrir liðið að vinna báða titla, þannig að trúlega væri best ef Seb fengi hann, en hinir keppinautarnir", sagði Webber. Bein útsending er frá lokaæfingu keppnisliða í Abu Dhabi í dag kl. 09.55 í dag á Stöð 2 Sport og tímakan er í beinni útsendingu í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira