Vettel: Rétt að fresta tímatökunni 9. október 2010 12:43 Keppnisstjórn sendi öryggisbílinn nokkrum sinnum inn á brautina til að hægt væri að kanna aðstæður. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Keppnisstjórn sendi starfsmenn á öryggisbíl inn á brautina til að kanna aðstæður nokkrum sinnum og afréð síðan að fresta tímatökunni þar til í nótt. Bein útsending frá tímatökunni verður kl. 00.45 á Stöð 2 Sport í nótt. Möguleiki er á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Þetta gæti líka riðlað gangi máli í titilslagnum. "Ég tel að stjórnendur mótsins hafi gert rétt í því að senda öryggisbílinn út á 20 mínútna fresti til að skoða aðstæður. Aðstæður skánuðu bara ekki", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekinn og ég veit að það er ekki auðvelt að taka svona ákvörðun, en við þessar aðstæður höfum við enga stjórn á bílunum", sagði Vettel og benti á það að bílarnir eru tiltölulega léttir, helmingi léttari en hefðbundinn götubíll og sást á lokaæfingu fyrir tímatökuna að bílarnir flutu upp á brautinni. Rigndi einnig á lokaæfingunni sem var líka frestað. "Bílarnir eru líka lágir frá jörðu og þeir fljóta upp ef það er mikið vatn á brautinni. Það var ekki sjéns að keyra. Við hefðum bara verið eins og farþegar um borð, frekar en við stjórn og ekki getað tekið á bílunum", sagði Vettel. Tímatakan fer fram í nótt og hefst bein útsending frá henni kl. 00.45 á Stöð 2 Sport. er Möguleiki á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Keppnisstjórn sendi starfsmenn á öryggisbíl inn á brautina til að kanna aðstæður nokkrum sinnum og afréð síðan að fresta tímatökunni þar til í nótt. Bein útsending frá tímatökunni verður kl. 00.45 á Stöð 2 Sport í nótt. Möguleiki er á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Þetta gæti líka riðlað gangi máli í titilslagnum. "Ég tel að stjórnendur mótsins hafi gert rétt í því að senda öryggisbílinn út á 20 mínútna fresti til að skoða aðstæður. Aðstæður skánuðu bara ekki", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekinn og ég veit að það er ekki auðvelt að taka svona ákvörðun, en við þessar aðstæður höfum við enga stjórn á bílunum", sagði Vettel og benti á það að bílarnir eru tiltölulega léttir, helmingi léttari en hefðbundinn götubíll og sást á lokaæfingu fyrir tímatökuna að bílarnir flutu upp á brautinni. Rigndi einnig á lokaæfingunni sem var líka frestað. "Bílarnir eru líka lágir frá jörðu og þeir fljóta upp ef það er mikið vatn á brautinni. Það var ekki sjéns að keyra. Við hefðum bara verið eins og farþegar um borð, frekar en við stjórn og ekki getað tekið á bílunum", sagði Vettel. Tímatakan fer fram í nótt og hefst bein útsending frá henni kl. 00.45 á Stöð 2 Sport. er Möguleiki á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira