Við hittum framkvæmdastjóra íslenska Eurovisionhópsins, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, systur Heru Bjarkar, eftir æfinguna í dag.
„Við erum í þvílíku hamingjukasti hérna," sagði Þórdís Lóa ánægð.
Hún notaði tækifærið og þakkaði Írisi í Liber, Kolbrúnu í Kow og stelpunum í Kron Kron fyrir ómetanlega aðstoð.