Fæðingarorlof er grunnþjónusta Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. október 2010 10:48 Fæðingarorlof er hvergi á Norðurlöndum styttra en hér á Íslandi. Þrátt fyrir það getum við og höfum verið stolt af því hversu margir feður nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs.Nú liggja fyrir áform um að skera niður í fæðingarorlofssjóði um einn milljarð króna og verður úr vöndu að ráða þegar ákveða á hvar niðurskurðarhnífinn skuli bera niður.Á að stytta orlofið sem er samtals níu mánuðir og þar með styttra en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við? Eða á að lækka hámarksgreiðslurnar enn frekar en orðið er þótt vitað sé að allar líkur séu á því að það muni skila sér í því að færri feður muni nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs?Undirliggjandi markmið með því að auka rétt feðra til fæðingarorlofs á sínum tíma var að auka jafnrétti kynja. Ekki bara með því að stuðla að meiri samveru feðra og barna og um leið aukinni þátttöku þeirra í umönnun þeirra og almennri ábyrgð á heimilishaldi. Einnig var vonast til að með tímanum skilaði aukin fæðingarorlofstaka feðra sér í auknu launajafnrétti, því ein skýringin sem til hefur verið tekin á launamun kynja er að konur nái ekki sama starfsframa og launum og karlar vegna þess að á ákveðnu árabili geti þær hvenær sem er horfið frá störfum tímabundið vegna barneigna.Þrátt fyrir að hvorki fleiri né færri en níu af hverjum tíu feðrum hafi nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs í þrjá mánuði hefur það að því er virðist ekki haft teljandi áhrif á launajafnrétti. Nú gildir það þó um bæði kyn að fólk hverfi frá störfum tímabundið vegna barneigna. Engu að síður hefur ríkt mikil ánægja með þátttöku feðra í orlofinu, sem virðist hafa skilað sér í aukinni þátttöku og ábyrgð á börnum sínum.Gildandi lög um fæðingarorlof eru tíu ára gömul. Setning þeirra markaði tímamót í stöðu foreldra á Íslandi og færði okkur mun nær fjölskyldu- og barnvænu samfélag. Það verður að teljast varhugahugavert að hrófla við ágætum árangri sem orðið hefur með aukinni þátttöku og ábyrgð feðra á umönnun barna sinna, sem hlýtur að skila sér í traustari og nánari böndum til framtíðar.Hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði hefur þegar verið skert þrisvar sinnum frá hruninu sem varð fyrir réttum tveimur árum. Hún nemur nú 300 þúsund krónum og veruleg hætta hlýtur að teljast á því að frekari skerðing muni fyrst og fremst draga úr orlofstöku feðra og þar með grafa undan þeirri góðu þróun sem orðið hefur með auknum samvistum feðra við ung börn sín.Fæðingarorlof er grunnþjónusta í velferðarsamfélagi. Og fæðingarorlof snýst ekki bara um rétt foreldra til að vera með börnum sínum heldur ekki síður rétt barna til að eiga fyrstu mánuði ævi sinnar í rólegum faðmi foreldra. Á þeim tíma er tengslamyndun afar mikilvæg og það væri sorglegt spor aftur á bak fyrir börn, mæður og feður ef höggvið yrði í þessa grunnþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Fæðingarorlof er hvergi á Norðurlöndum styttra en hér á Íslandi. Þrátt fyrir það getum við og höfum verið stolt af því hversu margir feður nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs.Nú liggja fyrir áform um að skera niður í fæðingarorlofssjóði um einn milljarð króna og verður úr vöndu að ráða þegar ákveða á hvar niðurskurðarhnífinn skuli bera niður.Á að stytta orlofið sem er samtals níu mánuðir og þar með styttra en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við? Eða á að lækka hámarksgreiðslurnar enn frekar en orðið er þótt vitað sé að allar líkur séu á því að það muni skila sér í því að færri feður muni nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs?Undirliggjandi markmið með því að auka rétt feðra til fæðingarorlofs á sínum tíma var að auka jafnrétti kynja. Ekki bara með því að stuðla að meiri samveru feðra og barna og um leið aukinni þátttöku þeirra í umönnun þeirra og almennri ábyrgð á heimilishaldi. Einnig var vonast til að með tímanum skilaði aukin fæðingarorlofstaka feðra sér í auknu launajafnrétti, því ein skýringin sem til hefur verið tekin á launamun kynja er að konur nái ekki sama starfsframa og launum og karlar vegna þess að á ákveðnu árabili geti þær hvenær sem er horfið frá störfum tímabundið vegna barneigna.Þrátt fyrir að hvorki fleiri né færri en níu af hverjum tíu feðrum hafi nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs í þrjá mánuði hefur það að því er virðist ekki haft teljandi áhrif á launajafnrétti. Nú gildir það þó um bæði kyn að fólk hverfi frá störfum tímabundið vegna barneigna. Engu að síður hefur ríkt mikil ánægja með þátttöku feðra í orlofinu, sem virðist hafa skilað sér í aukinni þátttöku og ábyrgð á börnum sínum.Gildandi lög um fæðingarorlof eru tíu ára gömul. Setning þeirra markaði tímamót í stöðu foreldra á Íslandi og færði okkur mun nær fjölskyldu- og barnvænu samfélag. Það verður að teljast varhugahugavert að hrófla við ágætum árangri sem orðið hefur með aukinni þátttöku og ábyrgð feðra á umönnun barna sinna, sem hlýtur að skila sér í traustari og nánari böndum til framtíðar.Hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði hefur þegar verið skert þrisvar sinnum frá hruninu sem varð fyrir réttum tveimur árum. Hún nemur nú 300 þúsund krónum og veruleg hætta hlýtur að teljast á því að frekari skerðing muni fyrst og fremst draga úr orlofstöku feðra og þar með grafa undan þeirri góðu þróun sem orðið hefur með auknum samvistum feðra við ung börn sín.Fæðingarorlof er grunnþjónusta í velferðarsamfélagi. Og fæðingarorlof snýst ekki bara um rétt foreldra til að vera með börnum sínum heldur ekki síður rétt barna til að eiga fyrstu mánuði ævi sinnar í rólegum faðmi foreldra. Á þeim tíma er tengslamyndun afar mikilvæg og það væri sorglegt spor aftur á bak fyrir börn, mæður og feður ef höggvið yrði í þessa grunnþjónustu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun