Webber og Vettel fá sama stuðning 11. október 2010 14:17 Mark Webber og Christian Horner gerðu góða hluti í Japan á sunnudag og Webber er efstur í stigamótinu. Mynd: Getty Images Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu. Webber er með 14 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari og Vettel. Hann er með 220 stig, en Alonso og Vettel 206. Lewis Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Þessir ökumenn eiga allir möguleika á titlinum, en eftir á að keppa á nýrri braut í Suður Kóreu um aðra helgi, síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. "Við erum lánsamir að hafa tvo ökumenn, sem eru skýrir og viljasterkir. Það skapar vissa áskorun, en það er lúxus vandamál. Ég er hæstánægður með frammistöðu beggja ökumanna og vona að þeir haldi uppteknum hætti í síðustu þremur mótunum", sagði Horner í frétt á autosport.com. Horner telur að Vettel hafi ekið sérlega vel í síðustu mótum og þolgæði verði mikilvægur þáttur í síðustu mótunum. "Monza og Singpúr mótin gengu vel hjá Vettel og hann er kominn með slagkraft á ný hvað titilslaginn varðar og á betri möguleika. Mark hefur komist á verðlaunapallinn hvað eftir annað. Í Singapúr, á Spa (Belgíu) og hérna í Japan. Þetta mun snúast um þolgæðin í síðustu mótunum hjá þeim sem er að keppa um titilinn." Horner segir að Vettel og Webber vinni fyrir opnum tjöldum og samvinnan sé góð. "Augljóslega er þeir að keppa um stærstu verðlaunin í akstursíþróttum og það fylgir því álag fyrir liðið, en við erum að gera okkar besta til að styðja báða ökumenn á jafnan hátt, en þeir eiga báðir möguleika á titlinum. Mark hefur aukið foskotið í stigamótinu, en Sebastian (Vettel) er kominn með aukna möguleika og við munum styðja báða jafnt", sagði Horner. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu. Webber er með 14 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari og Vettel. Hann er með 220 stig, en Alonso og Vettel 206. Lewis Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Þessir ökumenn eiga allir möguleika á titlinum, en eftir á að keppa á nýrri braut í Suður Kóreu um aðra helgi, síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. "Við erum lánsamir að hafa tvo ökumenn, sem eru skýrir og viljasterkir. Það skapar vissa áskorun, en það er lúxus vandamál. Ég er hæstánægður með frammistöðu beggja ökumanna og vona að þeir haldi uppteknum hætti í síðustu þremur mótunum", sagði Horner í frétt á autosport.com. Horner telur að Vettel hafi ekið sérlega vel í síðustu mótum og þolgæði verði mikilvægur þáttur í síðustu mótunum. "Monza og Singpúr mótin gengu vel hjá Vettel og hann er kominn með slagkraft á ný hvað titilslaginn varðar og á betri möguleika. Mark hefur komist á verðlaunapallinn hvað eftir annað. Í Singapúr, á Spa (Belgíu) og hérna í Japan. Þetta mun snúast um þolgæðin í síðustu mótunum hjá þeim sem er að keppa um titilinn." Horner segir að Vettel og Webber vinni fyrir opnum tjöldum og samvinnan sé góð. "Augljóslega er þeir að keppa um stærstu verðlaunin í akstursíþróttum og það fylgir því álag fyrir liðið, en við erum að gera okkar besta til að styðja báða ökumenn á jafnan hátt, en þeir eiga báðir möguleika á titlinum. Mark hefur aukið foskotið í stigamótinu, en Sebastian (Vettel) er kominn með aukna möguleika og við munum styðja báða jafnt", sagði Horner.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira