Körfubolti

Hlynur og Jakob fóru enn og aftur á kostum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik með Snæfelli á síðustu leiktíð.
Hlynur Bæringsson í leik með Snæfelli á síðustu leiktíð. Mynd/Anton

Sundvall er komið við topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Södertälje í kvöld, 92-80, á útivelli.

Um toppslag í deildinni var að ræða en með sigrinum er Sundsvall komið upp við hlið LF Basket á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 26 stig. Södertälje er í þrijða sætinu með 24. Sundsvall á þar að auki leik til góða.

Hlynur Bæringsson átti ótrúlegan leik með Sundsvall. Hann var stigahæstur sinna manna með 24 stig en auk þess tók hann sjö fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum þrisvar.

Hann nýtti sex af tíu 2ja stiga skotunum sínum og þrjú af fjórum 3ja stiga skotunum.

Jakob Sigurðarson átti líka góðan leik. Hann skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Athygli vekur að aðeins fimm leikmenn Sundsvall komust á blað í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×