Fótbolti

Danir rifja upp þrennuna hans Michael Laudrup á móti Val 1986

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Laudrup í leik með danska landsliðinu árið 1986.
Michael Laudrup í leik með danska landsliðinu árið 1986. Mynd/AFP
Nicklas Bendtner varð á þriðjudagskvöldið fyrsti Daninn til þess að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar hann var maðurinn á bak 5-0 sigur Arsenal á Porto í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitunum.

Danir fóru í kjölfarið að fletta sögubókunum til að finna út hver hefði verið síðasti Daninn til þess að skora þrennu í Evrópukeppni og í ljós kom að þá þrennu skoraði Michael Laudrup fyrir Juventus í 7-0 sigri á Val á 17. september 1986.

Michael Laudrup skoraði mörkin sín á 19., 22. og 65. mínútu leiksins en hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og svo það fimmta.

Í marki Vals í leiknum stóð Guðmundur Hreiðarsson. Lauprup skoraði síðan tvö mörk í seinni leiknum á Laugardalsvellinum en Juventus vann þann leik 4-0 og þar skoraði núverandi forseti UEFA, Michel Platini, hin mörkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×