Varla hægt að endurtaka 2009 ævintýrið 24. ágúst 2010 17:52 Vijay Mallya og Giancarlo Fisichella fagna góðum árangri á Spa brautinni í fyrra. Mynd: Getty Images Vijay Mallaya hjá Force India liðinu telur ólíklegt að liðið nái aftur besta tíma í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu, eins og gerðist í fyrra. Þá varð Giancarlo Fisichella fljótastur og lauk keppni í öðru sæti á eftir Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Force India er í sjötta sæti í stigakeppni bílasmiða, en ökumenn liðsins eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi. Vijay Mallay, eigandi liðsins segir bíl liðsins henta brautum eins og Spa og Monza, sem eru tvö næstu viðfangsefni Formúlu 1 liða. "Það verður erfitt að endurtaka leikinn frá því í fyrra á Spa. Öll lið eru með betri bíla og samkeppnin er hörð, jafnvel um miðjan hóp. Það er lítill munur á milli liða", sagði Mallaya í tilkynningu. "Við höfum náð í stigasæti með reglulegu millibili, nánast á öllum brautum, nema í tveimur þeim síðustu. Við vorum óheppnir. En það eru nýir hlutir á leiðinni hvað búnað bílanna varðar. Við munum þrýsta á betri árangur fram yfir síðasta mótið, í Abu Dhabi. Við eigum möguleika á að ná okkar allra besta árangri og ég mun ekki gefa það eftir baráttulaust", sagði Mallaya. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Vijay Mallaya hjá Force India liðinu telur ólíklegt að liðið nái aftur besta tíma í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu, eins og gerðist í fyrra. Þá varð Giancarlo Fisichella fljótastur og lauk keppni í öðru sæti á eftir Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Force India er í sjötta sæti í stigakeppni bílasmiða, en ökumenn liðsins eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi. Vijay Mallay, eigandi liðsins segir bíl liðsins henta brautum eins og Spa og Monza, sem eru tvö næstu viðfangsefni Formúlu 1 liða. "Það verður erfitt að endurtaka leikinn frá því í fyrra á Spa. Öll lið eru með betri bíla og samkeppnin er hörð, jafnvel um miðjan hóp. Það er lítill munur á milli liða", sagði Mallaya í tilkynningu. "Við höfum náð í stigasæti með reglulegu millibili, nánast á öllum brautum, nema í tveimur þeim síðustu. Við vorum óheppnir. En það eru nýir hlutir á leiðinni hvað búnað bílanna varðar. Við munum þrýsta á betri árangur fram yfir síðasta mótið, í Abu Dhabi. Við eigum möguleika á að ná okkar allra besta árangri og ég mun ekki gefa það eftir baráttulaust", sagði Mallaya.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira