Rányrkja á makríl 2. september 2010 05:00 Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar