Hanna Birna Kristjánsdóttir: Aukin þjónusta við íbúa 30. apríl 2010 09:16 Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg leggur áherslu á að bæta stöðugt þjónustu við íbúa í þeirra eigin nærumhverfi. Borgaryfirvöld eru meðvituð um að þarfir íbúanna eru ólíkar eftir hverfum og þörfin fyrir hverfamiðaða þjónustu og upplýsingar er mikil. Hvert þeirra tíu hverfa sem borgina byggja, allt frá vesturbæ norður á Kjalarnes, hafa sína sérstöðu.Á undanförnum árum hafa stór skref verið stigin í þá átt að bæta nærþjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugar þjónustumiðstöðvar tóku til starfa, hverfisráð voru sett á laggirnar í öllum hverfum, Hanskinn var tekinn upp til að hreinsa og fegra hverfin og í fyrsta sinn fengu íbúar hverfanna tækifæri til að kjósa um smærri viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í fjárhagsáætlun þessa árs, svo nokkur dæmi séu nefnd.Markmið borgaryfirvalda er að huga enn betur að nærþjónustu í hverju hverfi með aukinni upplýsingagjöf, bættu aðgengi og fleiri tækifærum til þátttöku í ákvörðunum er varða það sem stendur íbúum næst. Stórt skref í þessa átt var tekið með opnun tíu nýrra hverfavefja í vikunni. Þar er hægt að nálgast greinargóðar upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverju hverfi fyrir sig. Hverfavefina er að finna á heimasíðunni hverfidmitt.is.Hverfavefirnir hafa einnig að geyma fróðlegar upplýsingar um íbúasamsetningu í hverju hverfi, nýlegar framkvæmdir, framkvæmdir á yfirstandandi ári, niðurstöðu íbúakosningar, hugmyndir íbúa um skipulag, hverfislöggæslu, stolt hverfanna, myndasöfn með ljósmyndum úr hverfinu, auk frétta um viðburði og tíðindi sem tengjast hverfunum.Síðast en ekki síst gefst íbúum kostur á að koma hugmyndum sínum og ábendingum um þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu á framfæri í gegnum hverfavefina. Með viðkomu á þjónustumiðstöðvunum renna skilaboðin beint til viðeigandi starfsmanna innan Reykjavíkurborgar til frekari vinnslu og upplýsingamiðlunar.Opnun nýrra hverfavefja á slóðinni hverfidmitt.is er enn eitt framfaraskrefið í upplýsingamiðlun og samráði við borgarbúa. Ég vil nota tækifærið og hvetja íbúa til að nýta sér þessa nýjung, ekki aðeins til að leita upplýsinga um allt það sem í boði er í hverju hverfi, heldur ekki síður til að hafa enn frekari áhrif á ákvarðanir og aðgerðir er varða hverfin í borginni og þar með lífsgæði íbúanna.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar