Skipulag byggðar og lands – hefur það nú líka eitthvað með stjórnarskrána að gera? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2010 12:49 Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun