Skipulag byggðar og lands – hefur það nú líka eitthvað með stjórnarskrána að gera? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 8. nóvember 2010 12:49 Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Áttundi nóvember ár hvert er helgaður skipulagsmálum undir merkjum alþjóðlega skipulagsdagsins eða „World Town Planning Day“. Þennan dag standa samtök fagfólks í skipulagsmálum víða um heim fyrir viðburðum og umræðu um tiltekin skipulagsviðfangsefni. Á alþjóðlega skipulagsdeginum í ár er athyglinni beint að skipulagi matvælaframleiðslu undir yfirskriftinni „Healthy people, healthy places, healthy planet: integrating food systems into the planning process“. Í tilefni dagsins er vefráðstefna helguð málefninu haldin dagana 8.- 9. nóvember (sjá http://www.planningtheworld.net/). Framleiðsla nægrar og heilnæmrar fæðu er sífellt brýnna viðfangsefni stjórnvalda og annarra þeirra sem fara með skipulag byggðar og lands. Vandinn er margþættur. Íbúum jarðar fjölgar stöðugt, en á sama tíma eru loftslagsbreytingar að gjörbreyta og sumsstaðar kollvarpa möguleikum til fæðuframleiðslu vegna þurrka og jarðvegseyðingar. Svo ör hefur fólksfjölgunin verið að á næstu 50 árum þarf að líkindum að framleiða meiri matvæli, en sem nemur matvælaframleiðslu síðustu hundruðir ára samanlagt, til þess eins að brauðfæða heimsbyggðina. Að auki hefur víða verið komið á ómanneskjulegum verksmiðjubúskap til að auka framleiðni í landbúnaði, en sem um leið ógnar hugsanlega sjálfbærri landnotkun og þróun. Skipulag landbúnaðarsvæða og fæðuframleiðslu hefur fengið litla athygli hérlendis. Við höfum bruðlað með land og ekki skeytt um hvernig gengið er á gott landbúnaðarland með ágangi annarrar landnýtingar, s.s. útþenslu þéttbýlis, frístundabyggðar, búgarðabyggðar og skógræktar. Þema alþjóðlega skipulagsdagsins í ár er okkur fagfólki og stjórnmálafólki sem fer með skipulag lands og byggðar þörf áminning um að sinna þessu efni betur. Þá er einnig vert að hafa í huga að á næstu áratugum kann að koma til aukin ásókn erlendra aðila í jarðnæði og ferskvatn hér á landi til matvælaframleiðslu, eftir því sem ræktunarskilyrði batna hérlendis með mildara veðurfari. Hugsanlega þurfum við þá að takast á við spurningar um yfirráð og afgjald af jarðnæði og ferskvatni líkt og við erum að fást við nú varðandi orkulindir og orkuframleiðslu. Umræða undanfarinna missera um yfirráð yfir orkulindunum og sömuleiðis um framtíð matvælaframleiðslu í heiminum ætti að vekja okkur til umhugsunar. Við þurfum sem þjóð að skilgreina vel hvaða grundvallargildi eiga að ráða för við nýtingu lands og annarra auðlinda. Fram til þessa hefur það verið gert í markmiðsákvæðum einstakra laga, á borð við skipulagslög og lög um nýtingu auðlinda. Ég tel að við þurfum varanlegri og styrkari grundvöll hvað þetta áhrærir. Þar á ég auðvitað við þann grundvöll lagasetningar, stjórnsýslu og dóma sem settur er í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar þarf að skýra á afdráttarlausan hátt rétt fólks til umhverfis og auðlinda, eignarhald og annað sem lýtur að hagnýtingu þeirra og afrakstri. Þetta málefni varðar réttindi íslenskra borgara, jöfnuð þegnanna, jafnræði núlifandi og komandi kynslóða og hvort land verður nýtt hér í framtíðinni á sjálfbæran hátt, þannig að viðhaldið sé gæðum lands og náttúru fyrir komandi kynslóðir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun