Korn ýtir á reset-takkann atlifannar@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 11:00 Það erfitt að trúa því að hljómsveitin Korn sé búin að vera til í meira en sextán ár. fréttablaðið/getty Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur. „Hvers vegna læturðu mig ekki í friði?“ öskrar söngvarinn Jonathan Davis örvinglaður í fyrsta smáskífulagi væntanlegrar plötu Korn. Platan er númer níu í röðinni, heitir Korn III: Remember Who You Are og lagið heitir Oildale (Leave Me Alone). Meðlimir Korn líta svo á að þeir séu að endurræsa hljómsveitina með plötunni og hverfa aftur til tónlistarinnar sem heyrðist á fyrstu plötunni frá 1994 og Life is Peachy frá 1996. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar eru ekkert að grínast með endurræsinguna. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann Ross Robinson, sem vann með þeim á fyrstu tveimur plötunum. Þá kusu þeir að taka plötuna upp á segulband og sniðganga nýjustu tækni og tól sem upptökubransinn hefur upp á að bjóða. Davis hefur látið hafa eftir sér að platan sé einföld að því leyti að hún sé ekki eins hlaðin og fyrri plötur og að andrúmsloftið skipti mestu. Ýmislegt gekk á við upptökur á plötunni. Ross Robinson er þekktur fyrir brjálað skap sitt og hann lét nýjan trommara Korn, Ray Luzier, oft heyra það. Robinson átti til að öskra, sparka og berja í trommusettið þegar hann var ekki sáttur við Luzier, en trommarinn hefur látið hafa eftir sér að hann hafi langað að kyrkja upptökustjórann. Luzier fékk ekki að nota taktmæli við upptökurnar og var það gert til að láta hann skynja hindranirnar sem Korn hefur þurft að yfirstíga. Furðuleg krafa. Korn III: Remember Who You Are átti upprunalega að vera konseptplata. Textarnir áttu að snúast um fimm merki um hnignun mannsins: trúarbrögð, eiturlyf, peninga, völd og tíma. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og Davis samdi því texta um hvernig líðan hans var hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru því textarnir ekkert sérstaklega jákvæðir, enda Davis alltaf verið hálfgerður fýlupúki. Davis segir að hljómsveitin hafi ekki reynt að gera framhald af fyrstu og annarri plötu Korn. „Við viljum bara ná andrúmsloftinu aftur og að tónlistin sé ekki ofunnin,“ segir hann. „Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.“ Erlent Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur. „Hvers vegna læturðu mig ekki í friði?“ öskrar söngvarinn Jonathan Davis örvinglaður í fyrsta smáskífulagi væntanlegrar plötu Korn. Platan er númer níu í röðinni, heitir Korn III: Remember Who You Are og lagið heitir Oildale (Leave Me Alone). Meðlimir Korn líta svo á að þeir séu að endurræsa hljómsveitina með plötunni og hverfa aftur til tónlistarinnar sem heyrðist á fyrstu plötunni frá 1994 og Life is Peachy frá 1996. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar eru ekkert að grínast með endurræsinguna. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann Ross Robinson, sem vann með þeim á fyrstu tveimur plötunum. Þá kusu þeir að taka plötuna upp á segulband og sniðganga nýjustu tækni og tól sem upptökubransinn hefur upp á að bjóða. Davis hefur látið hafa eftir sér að platan sé einföld að því leyti að hún sé ekki eins hlaðin og fyrri plötur og að andrúmsloftið skipti mestu. Ýmislegt gekk á við upptökur á plötunni. Ross Robinson er þekktur fyrir brjálað skap sitt og hann lét nýjan trommara Korn, Ray Luzier, oft heyra það. Robinson átti til að öskra, sparka og berja í trommusettið þegar hann var ekki sáttur við Luzier, en trommarinn hefur látið hafa eftir sér að hann hafi langað að kyrkja upptökustjórann. Luzier fékk ekki að nota taktmæli við upptökurnar og var það gert til að láta hann skynja hindranirnar sem Korn hefur þurft að yfirstíga. Furðuleg krafa. Korn III: Remember Who You Are átti upprunalega að vera konseptplata. Textarnir áttu að snúast um fimm merki um hnignun mannsins: trúarbrögð, eiturlyf, peninga, völd og tíma. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og Davis samdi því texta um hvernig líðan hans var hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru því textarnir ekkert sérstaklega jákvæðir, enda Davis alltaf verið hálfgerður fýlupúki. Davis segir að hljómsveitin hafi ekki reynt að gera framhald af fyrstu og annarri plötu Korn. „Við viljum bara ná andrúmsloftinu aftur og að tónlistin sé ekki ofunnin,“ segir hann. „Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.“
Erlent Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira