Hvað getum við gert? IV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 28. október 2010 06:00 Í þremur greinum hef ég fjallað um forystu framsóknarmanna í uppgjöri við fortíð, leiðandi stefnu í lýðræðisumbótum og málefnum heimila og atvinnulífs. Í síðustu grein rakti ég 10 af þeim málum sem Framsókn hefur barist fyrir síðastliðin 2 ár. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni. Ástæða er til að nefna nokkur slík atriði til viðbótar. 11. SkjaldborginÞegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. 12. Landflótti eða atvinnaÞegar við höfum rætt áhyggjur okkar af því að störf væru að tapast hratt á Íslandi og fólk að flytja af landi brott hefur því jafnan verið svarað á kunnuglegan hátt. Nú hefur komið á daginn að fólksflóttinn er sá mesti frá því á 19. öld. Við höfum reynt hvað við getum til að benda á þau fjölmörgu tækifæri sem eru til atvinnuuppbyggingar og hvað þarf að gera til að þau verði nýtt. 13. Opin og fagleg stjórnsýslaFyrirspurnir framsóknarmanna leiddu í ljós að tugir starfsmanna höfðu verið ráðnir á nokkrum mánuðum án auglýsingar. Líklega hefur engin ríkisstjórn gengið jafnhart fram í því að fara á svig við lög til að raða sínu fólki á jötuna. 14. Fagmennska í stað flokksræðisÉg gerði grein fyrir því á flokksþinginu í fyrra að ég mundi leita ráða hjá þeim sem best þekktu til á hverju sviði óháð flokkstengslum. Margar þeirra lausna sem við höfum talað fyrir hafa komið fram með þeim hætti. Það er því ekki svo að allir flokkar séu lokaðir fyrir utanaðkomandi hugmyndum og reiði sig á pólitík fremur en sérfræðiþekkingu. 15. Staða ríkissjóðsÁbendingar framsóknarmanna um þá hættu sem fylgdi skuldastöðu ríkissjóðs og fullyrðingar um að ríkisstjórnin hefði hvorki gefið réttar upplýsingar um stöðuna né gripið til nauðsynlegra ráðstafana voru líklega meginrót hins linnulausa áróðurs um að framsóknarmenn væru neikvæðir. Síðan þá hefur komið í ljós að staða ríkissjóðs var helmingi verri en ríkisstjórnin fullyrti fyrir kosningar en um leið sannaðist að það sem við höfðum sagt um kostina í stöðunni reyndist líka rétt, þ.e. að staðan þyrfti hreint ekki að vera svo slæm ef gripið yrði til réttra ráðstafana. 16. Óhagkvæmar skattahækkanir og stefnuleysiFrá upphafi höfum við bent á að tilraunir ríkisstjórnarinnar til að skattleggja Ísland út úr kreppu væru óraunhæfar. Gagnrýnt var að í góðærinu hefðu stjórnvöld lækkað skatta. Hin hliðin á þeim peningi er sú að í kreppu hækka menn ekki skatta. Hvað getum við gert?Framsókn réðist í róttækari endurnýjun en dæmi eru um í íslenskri stjórnmálasögu, innleiddi ný vinnubrögð, sýndi að flokkurinn tekur almannahagsmuni fram yfir flokkshagsmuni. Þrátt fyrir þetta hefur umræða um flokkinn stöðugt verið látin snúast um ímynd úr fortíðinni. Þó ekki of nálæga fortíð og ekki of fjarlæga heldur mjög afmarkað tímabil og hlutdræga söguskýringu á því tímabili. Þetta er gert skipulega til að dreifa athyglinni frá endalausum mistökum stjórnvalda í samtímanum. Þannig þekki ég tiltekin dæmi um fjölmiðlamenn sem liðsinna stjórnvöldum í hvert sinn sem þau lenda í verulegum vandræðum með því að beina athyglinni að umræddri fortíðarímynd. Framsóknarflokkurinn hefur í nærri heila öld verið flokkur sem byggist á því að leita að hinni rökréttu leið við úrlausn vandamála, fremur en pólitískum kreddum og átt stóran þátt í einhverri mestu framfarasögu 20.aldar - því að breyta Íslandi úr fátækasta landi Evrópu í eitt hið þróaðasta og farsælasta. Þrátt fyrir bankahrun er landið enn í efstu sætum lista yfir allt frá þjóðartekjum að jafnrétti. Stóra hættan er hins vegar sú að viðbrögðin við hruninu valdi meiri skaða en hrunið sjálft. En þrátt fyrir fjölmörg mistök á undanförnum tveimur árum getum við enn unnið okkur hratt til farsældar á ný. Það er háð því að stjórnmálamenn og aðrir hætti að líta á hrunið fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða pólitískar öfgar. Rökhyggja og skynsemiÁ undanförnum tveimur árum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að fórna tíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að bæta samfélagið. Heilsteyptara og heiðarlegra fólk er vandfundið. Þetta fólk endurbætti flokkinn sinn ekki fyrir sjálft sig heldur vegna þess að það trúir að skynsemdar-miðjustefna sé best til þess fallin að bæta lífskjör samborgaranna. Strax eftir hrun ræddum við að í því fælist tækifæri til að betrumbæta samfélagið og við byrjuðum hjá okkur sjálfum. Hvaða flokkur er betur til þess fallinn að ráðast í umbætur og endurnýjun í samfélaginu en flokkurinn sem endurnýjaði sjálfan sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í þremur greinum hef ég fjallað um forystu framsóknarmanna í uppgjöri við fortíð, leiðandi stefnu í lýðræðisumbótum og málefnum heimila og atvinnulífs. Í síðustu grein rakti ég 10 af þeim málum sem Framsókn hefur barist fyrir síðastliðin 2 ár. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni. Ástæða er til að nefna nokkur slík atriði til viðbótar. 11. SkjaldborginÞegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. 12. Landflótti eða atvinnaÞegar við höfum rætt áhyggjur okkar af því að störf væru að tapast hratt á Íslandi og fólk að flytja af landi brott hefur því jafnan verið svarað á kunnuglegan hátt. Nú hefur komið á daginn að fólksflóttinn er sá mesti frá því á 19. öld. Við höfum reynt hvað við getum til að benda á þau fjölmörgu tækifæri sem eru til atvinnuuppbyggingar og hvað þarf að gera til að þau verði nýtt. 13. Opin og fagleg stjórnsýslaFyrirspurnir framsóknarmanna leiddu í ljós að tugir starfsmanna höfðu verið ráðnir á nokkrum mánuðum án auglýsingar. Líklega hefur engin ríkisstjórn gengið jafnhart fram í því að fara á svig við lög til að raða sínu fólki á jötuna. 14. Fagmennska í stað flokksræðisÉg gerði grein fyrir því á flokksþinginu í fyrra að ég mundi leita ráða hjá þeim sem best þekktu til á hverju sviði óháð flokkstengslum. Margar þeirra lausna sem við höfum talað fyrir hafa komið fram með þeim hætti. Það er því ekki svo að allir flokkar séu lokaðir fyrir utanaðkomandi hugmyndum og reiði sig á pólitík fremur en sérfræðiþekkingu. 15. Staða ríkissjóðsÁbendingar framsóknarmanna um þá hættu sem fylgdi skuldastöðu ríkissjóðs og fullyrðingar um að ríkisstjórnin hefði hvorki gefið réttar upplýsingar um stöðuna né gripið til nauðsynlegra ráðstafana voru líklega meginrót hins linnulausa áróðurs um að framsóknarmenn væru neikvæðir. Síðan þá hefur komið í ljós að staða ríkissjóðs var helmingi verri en ríkisstjórnin fullyrti fyrir kosningar en um leið sannaðist að það sem við höfðum sagt um kostina í stöðunni reyndist líka rétt, þ.e. að staðan þyrfti hreint ekki að vera svo slæm ef gripið yrði til réttra ráðstafana. 16. Óhagkvæmar skattahækkanir og stefnuleysiFrá upphafi höfum við bent á að tilraunir ríkisstjórnarinnar til að skattleggja Ísland út úr kreppu væru óraunhæfar. Gagnrýnt var að í góðærinu hefðu stjórnvöld lækkað skatta. Hin hliðin á þeim peningi er sú að í kreppu hækka menn ekki skatta. Hvað getum við gert?Framsókn réðist í róttækari endurnýjun en dæmi eru um í íslenskri stjórnmálasögu, innleiddi ný vinnubrögð, sýndi að flokkurinn tekur almannahagsmuni fram yfir flokkshagsmuni. Þrátt fyrir þetta hefur umræða um flokkinn stöðugt verið látin snúast um ímynd úr fortíðinni. Þó ekki of nálæga fortíð og ekki of fjarlæga heldur mjög afmarkað tímabil og hlutdræga söguskýringu á því tímabili. Þetta er gert skipulega til að dreifa athyglinni frá endalausum mistökum stjórnvalda í samtímanum. Þannig þekki ég tiltekin dæmi um fjölmiðlamenn sem liðsinna stjórnvöldum í hvert sinn sem þau lenda í verulegum vandræðum með því að beina athyglinni að umræddri fortíðarímynd. Framsóknarflokkurinn hefur í nærri heila öld verið flokkur sem byggist á því að leita að hinni rökréttu leið við úrlausn vandamála, fremur en pólitískum kreddum og átt stóran þátt í einhverri mestu framfarasögu 20.aldar - því að breyta Íslandi úr fátækasta landi Evrópu í eitt hið þróaðasta og farsælasta. Þrátt fyrir bankahrun er landið enn í efstu sætum lista yfir allt frá þjóðartekjum að jafnrétti. Stóra hættan er hins vegar sú að viðbrögðin við hruninu valdi meiri skaða en hrunið sjálft. En þrátt fyrir fjölmörg mistök á undanförnum tveimur árum getum við enn unnið okkur hratt til farsældar á ný. Það er háð því að stjórnmálamenn og aðrir hætti að líta á hrunið fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða pólitískar öfgar. Rökhyggja og skynsemiÁ undanförnum tveimur árum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að fórna tíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að bæta samfélagið. Heilsteyptara og heiðarlegra fólk er vandfundið. Þetta fólk endurbætti flokkinn sinn ekki fyrir sjálft sig heldur vegna þess að það trúir að skynsemdar-miðjustefna sé best til þess fallin að bæta lífskjör samborgaranna. Strax eftir hrun ræddum við að í því fælist tækifæri til að betrumbæta samfélagið og við byrjuðum hjá okkur sjálfum. Hvaða flokkur er betur til þess fallinn að ráðast í umbætur og endurnýjun í samfélaginu en flokkurinn sem endurnýjaði sjálfan sig?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun