Grænlendingar undir þrýstingi um að hætta við olíuleit 3. júní 2010 07:29 Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Heimastjórnin á Grænlandi er nú undir vaxandi þrýstingi um að endurskoða áætlanir sínar um olíuleit undan ströndum landsins. Ef áætlanir grænlensku heimastjórnarinnar ganga eftir mun fyrstu leyfunum til olíuleitar verða úthlutað á næstu tveimur vikum. Þeir sem gagnrýna þessar áætlanir benda á mengunarslysið í Mexíkóflóa og að það ætti að koma í veg fyrir að leyfin verði veitt. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende í dag. Þar er haft eftir haffræðingnum og Cambridge prófessornum Peter Wadhams að það sé hreint brjálæði að veita fleiri leyfi til olíuleitar og vinnslu á hafsbotni í ljósi reynslunnar frá Mexíkóflóa. Wadhams aðvarar grænlensku heimastjórnina og segir að svipaður leki við strendur Grænlands og gerðist á Mexíkóflóa muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar þar sem aðeins er hægt að stunda olíuboranir við strendur landsins yfir sumartímann. Því sé möguleiki til staðar að olíuleki á þessu hafsvæði standi yfir í eitt ár án þess að hægt verði að grípa til nokkurra ráðstafana gegn honum. Nátturuverndarsjóðurinn World Wildlife Fund hefur einnig sent öflug mótmæli til heimastjórarinnar. Jörn Skov Nielsen talsmaður heimastjórnarinnar vísar þessum áhyggjum á bug. Grænlendingar séu með mun öflugri reglugerð en Bandaríkjamenn í olíuleitarmálum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira