Algerlega ómögulegt 9. júní 2010 06:00 Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt - sem hann ræður við - og því, sem honum er ómögulegt - sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmálamanni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábendingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablaðið í gær. Þar nefnir hann réttilega mikinn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis. Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt" um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það? Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það? Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best samskipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið. Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál eru list hins mögulega. Til að læra þá list verður stjórnmálamaður að kunna að gera greinarmun á því, sem honum er mögulegt - sem hann ræður við - og því, sem honum er ómögulegt - sem hann ræður ekki við. Séu stjórnmálamanni falin völd á hann að einbeita sér að því sem hann getur ráðið við en láta vera yfirlýsingar um það, sem hann ræður ekki við. Ástæðan fyrir þessum ábendingum er grein, sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ritaði í Fréttablaðið í gær. Þar nefnir hann réttilega mikinn fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem ekki stendur lengur undir viðfangsefnum, sem stofnað var til á uppgangsárunum. Meðal tillagna hans um lausn þess vanda er að frysta laun opinberra starfsmanna til næstu þriggja ára og lífeyrisgreiðslur sömu leiðis. Laun opinberra starfsmanna eru ákvörðuð með samningum. „Þjóðarsátt" um frystingu launa þeirra getur ekki orðið nema opinberir starfsmenn fallist á það í samningum við ríkisvaldið. Telur Árni Páll það vera líklegt? Ræður hann við það? Eða er honum mögulegt að ná því fram eftir öðrum leiðum t.d. með setningu laga á Alþingi? Ræður Árni Páll við það? Sama máli gegnir um tillögu hans um frystingu lífeyris landsmanna næstu þrjú árin. Ræður Árni Páll við það? Skrif af þessu tagi vekja annars vegar og að þarflausu andúð launafólks, sem ríkisvaldið þarf að eiga sem best samskipti við á næstu misserum. Hins vegar og einnig að þarflausu grafa þau undan trausti þeirra, sem hvað mest eiga undir því að traust sé til þeirra borið. Þesi grein ráðherrans var satt best að segja algerlega ómöguleg.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar