Hamilton harður við sjálfan sig 13. september 2010 16:31 Lewis Hamilton hjá McLaren er í titilslag við fjóra aðra ökumenn. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira