Óöryggi einkennir þjóðarsálina Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Íslenskt samfélag virðist hugarfarslega á bjargbrún. Á sama tíma og Íslendingar telja að ríkjandi gildi í samfélaginu séu óörugg framtíð, spilling og atvinnuleysi hafa þeir önnur gildi í öndvegi fyrir sig persónulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Capacent hefur unnið á grunngildum þjóðarinnar og sett var fram á afar myndrænan hátt í síðustu helgarútgáfu Fréttablaðsins. Auk óöruggrar framtíðar, spillingar og atvinnuleysis skipa ásakanir og áhyggjur af komandi kynslóðum fimm efstu sætin hjá svarendum í rannsókn Bjarna þegar spurt er um ríkjandi gildi og samfélagsáherslur. Hins vegar sér sami hópur allt önnur gildi sem æskileg gildi í samfélaginu, svo sem heiðarleika, fjárhagslegt öryggi, atvinnutækifæri, fjölskyldu og virðingu. Og þegar litið er til persónulegra gilda svarenda eru í efstu sætum fjölskylda, heiðarleiki, vinátta, jákvætt viðhorf og traust. Þannig ríkir ákveðið samræmi milli þeirra gilda sem fólk hefur í heiðri persónulega og þeirra sem það álítur æskileg gildi í samfélaginu. Gildunum hefur verið raðað á sjö þrepa skala þar sem neðstu þrepin þrjú snúa að grunnþörfum sem verður að fullnægja til þess að ná til efri þrepanna, sem gefa þá til kynna meiri þroska samfélagsins, samræmi og víðsýni. Í ljós kemur að gildin sem talin eru ríkjandi í íslensku samfélagi falla öll í neðstu þrepin. Hjá okkur virðast ekki komast að gildi sem metin eru lýsandi fyrir þroskaðri samfélög, svo sem mannréttindi, friður, umhverfisvitund og náttúruvernd, sem eru gildi sem lúta að virðingu bæði fyrir mönnum og jörðinni sem við byggjum. Þjóðin varð fyrir miklu áfalli fyrir rúmlega tveimur árum og hefur verið í einhvers konar losti síðan. Þótt margir hafi í aðdraganda hrunsins orðið til að spá því að bólan spryngi og að flestir hafi gert sér grein fyrir því að það sem fer upp hefur tilhneigingu til að koma niður aftur var hrunið áfall þegar það reið yfir. Mikill ótti greip um sig og þótt alsvartsýnustu hugmyndir manna um afleiðingar hrunsins hafi ekki gengið eftir stendur eftir að nú rúmum tveimur árum síðar ríkir enn mikil óvissa í samfélaginu. Þótt spár um atvinnuleysi hafi heldur ekki gengið eftir, sem betur fer, sér þorri þjóðarinnar nú í fyrsta sinn raunverulegt atvinnuleysi í kringum sig og því fylgir mikið óöryggi. Mikil óvissa er einnig bundin við þann niðurskurð sem fram undan er í velferðarkerfinu og ekki liggur fyrir hvar verður og hvernig mun birtast í lífi hvers og eins. Sömuleiðis ríkir enn mikil óvissa um það hvað bankahrunið muni raunverulega kosta skattgreiðendur næstu ár og áratugi. Það er því afar ótraustur raunveruleiki sem blasir við íslenskum almenningi þrátt fyrir að lífið gangi vissulega sinn vanagang hjá stórum hluta þjóðarinnar. Meðan svo er má líklega búast við að ríkjandi gildi og samfélagáherslur beinist fremur að grunnþörfum en æðri gildum hins mannlega samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Íslenskt samfélag virðist hugarfarslega á bjargbrún. Á sama tíma og Íslendingar telja að ríkjandi gildi í samfélaginu séu óörugg framtíð, spilling og atvinnuleysi hafa þeir önnur gildi í öndvegi fyrir sig persónulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Capacent hefur unnið á grunngildum þjóðarinnar og sett var fram á afar myndrænan hátt í síðustu helgarútgáfu Fréttablaðsins. Auk óöruggrar framtíðar, spillingar og atvinnuleysis skipa ásakanir og áhyggjur af komandi kynslóðum fimm efstu sætin hjá svarendum í rannsókn Bjarna þegar spurt er um ríkjandi gildi og samfélagsáherslur. Hins vegar sér sami hópur allt önnur gildi sem æskileg gildi í samfélaginu, svo sem heiðarleika, fjárhagslegt öryggi, atvinnutækifæri, fjölskyldu og virðingu. Og þegar litið er til persónulegra gilda svarenda eru í efstu sætum fjölskylda, heiðarleiki, vinátta, jákvætt viðhorf og traust. Þannig ríkir ákveðið samræmi milli þeirra gilda sem fólk hefur í heiðri persónulega og þeirra sem það álítur æskileg gildi í samfélaginu. Gildunum hefur verið raðað á sjö þrepa skala þar sem neðstu þrepin þrjú snúa að grunnþörfum sem verður að fullnægja til þess að ná til efri þrepanna, sem gefa þá til kynna meiri þroska samfélagsins, samræmi og víðsýni. Í ljós kemur að gildin sem talin eru ríkjandi í íslensku samfélagi falla öll í neðstu þrepin. Hjá okkur virðast ekki komast að gildi sem metin eru lýsandi fyrir þroskaðri samfélög, svo sem mannréttindi, friður, umhverfisvitund og náttúruvernd, sem eru gildi sem lúta að virðingu bæði fyrir mönnum og jörðinni sem við byggjum. Þjóðin varð fyrir miklu áfalli fyrir rúmlega tveimur árum og hefur verið í einhvers konar losti síðan. Þótt margir hafi í aðdraganda hrunsins orðið til að spá því að bólan spryngi og að flestir hafi gert sér grein fyrir því að það sem fer upp hefur tilhneigingu til að koma niður aftur var hrunið áfall þegar það reið yfir. Mikill ótti greip um sig og þótt alsvartsýnustu hugmyndir manna um afleiðingar hrunsins hafi ekki gengið eftir stendur eftir að nú rúmum tveimur árum síðar ríkir enn mikil óvissa í samfélaginu. Þótt spár um atvinnuleysi hafi heldur ekki gengið eftir, sem betur fer, sér þorri þjóðarinnar nú í fyrsta sinn raunverulegt atvinnuleysi í kringum sig og því fylgir mikið óöryggi. Mikil óvissa er einnig bundin við þann niðurskurð sem fram undan er í velferðarkerfinu og ekki liggur fyrir hvar verður og hvernig mun birtast í lífi hvers og eins. Sömuleiðis ríkir enn mikil óvissa um það hvað bankahrunið muni raunverulega kosta skattgreiðendur næstu ár og áratugi. Það er því afar ótraustur raunveruleiki sem blasir við íslenskum almenningi þrátt fyrir að lífið gangi vissulega sinn vanagang hjá stórum hluta þjóðarinnar. Meðan svo er má líklega búast við að ríkjandi gildi og samfélagáherslur beinist fremur að grunnþörfum en æðri gildum hins mannlega samfélags.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun