Ingimundur: Aðstaðan er eins og hjá stóru félagi í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2010 08:00 Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB. Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB.
Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira