Ingimundur: Aðstaðan er eins og hjá stóru félagi í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2010 08:00 Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira