Ingimundur: Aðstaðan er eins og hjá stóru félagi í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2010 08:00 Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Varnaruxinn úr Breiðholtinu, Ingimundur Ingimundarson, verður orðinn leikmaður dönsku meistaranna AaB áður en vikan er öll. Ingimundur sat á samningafundi með forráðamönnum félagsins í gær og fór beint í kjölfarið að skoða íbúðir á svæðinu. „Það er voða lítið sem á eftir að ganga frá. Þeir vilja fá læknisskoðun og skoða myndir sem voru teknar af hnénu á mér en ég meiddist aðeins undir lok síðasta tímabils. Þeir vilja sjá það til öryggis en ég ætti að fljúga í gegnum læknisskoðun. Ég ætla samt ekki að fagna neinu fyrr en allt er frágengið," segir Ingimundur rólegur. Varnarmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Þýskalandi en hefur nú ákveðið að söðla um. Hann er að ganga í raðir mjög öflugs félags þar sem vel er staðið að öllum hlutum. „Mér líst rosalega vel á allt hjá félaginu. Aðstaðan er alveg frábær og þetta er það langbesta sem ég hef kynnst á mínum ferli. Það eru bara stóru félögin í Þýskalandi sem hafa svona toppaðstöðu. Höllin er frábær og það er bara allt til fyrirmyndar hjá félaginu. Virkilega vel staðið að öllu og umgjörðin persónuleg sem er ánægjulegt," segir Ingimundur en bætir við að félagið sé ekkert moldríkt. „Þetta félag hefur ekkert farið varhluta af kreppunni frekar en aðrir, en stendur samt vel. Liðið varð meistari og það skipti félagið miklu að komast í úrslitaleikinn. Nú bíður Evrópukeppnin og spennandi tímar." Baráttan í dönsku deildinni stefnir í að verða spennandi á næstu leiktíð. Hún mun ekki bara standa á milli AaB og hins nýja ofurfélags AG Köbenhavn þar sem Guðmundur Guðmundsson er íþróttastjóri. „Bjerringbo og Kolding eru líka afar sterk. Þetta ætti að geta orðið mjög spennandi og ég hlakka til að vera með í vetur fari svo að þetta gangi allt saman eftir. Það bendir flest til þess en maður veit aldrei hvað getur gerst," segir Ingimundur Ingimundarson, tilvonandi leikmaður AaB.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira