Leynisamkomulag tryggir friðhelgi Sigríður Mogensen skrifar 17. september 2010 18:57 Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira