Lára með lag dagsins á heimasíðu Q 8. maí 2010 15:00 Lára átti lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. „Þetta er alveg geðveikt,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Lag hennar I Wanna Be, sem er tekið af hennar síðustu plötu Surprise, er valið í flokkinn lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. Mikill fjöldi tónlistaráhugamanna skoðar síðuna á degi hverjum og því er um mjög góða kynningu að ræða fyrir Láru. Einnig fylgdi með á síðunni nýtt myndband Láru við lagið, sem Bretinn Henry Bateman leikstýrði. Lára þakkar árangurinn fyrst og fremst öðrum Breta, umboðsmanni sínum, Nick Knowles, sem hún réð fyrir skömmu. „Þetta er allt honum að þakka, fyrir utan hvað tónlistin er skemmtileg. Það er mér að þakka,“ segir Lára og hlær. Knowles býr hér á landi og starfaði síðast við alþjóðlegu tískuhátíðina í Reykjavík, RFF, sem var haldin í vor. „Hann kom óvart á tónleika hjá mér. Hann þekkir gítarleikarann minn og sá að þetta ætti mikla möguleika í heimalandinu hans,“ segir hún um samstarf þeirra. Lára flýgur til Bretlands í júní þar sem hún ætlar að funda með nokkrum útgáfufyrirtækjum í von um að komast þar á samning. Í framhaldinu vonast hún til að Surprise komi út þar í landi. Hún mun einnig hita upp fyrir söngkonuna Amy McDonald 9. júní í London og spila víðs vegar um borgina í eina viku í framhaldinu. Í júlí er síðan fyrirhuguð hringferð um Ísland. Lára hefur í nógu að snúast því næst á dagskrá er ferðalag til Danmerkur þar sem hún tekur þátt í vinnubúðum lagahöfunda í Árósum. Flestir höfundarnir koma frá Norðurlöndunum og standa búðirnar yfir í eina viku. - fb RFF Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Þetta er alveg geðveikt,“ segir tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir. Lag hennar I Wanna Be, sem er tekið af hennar síðustu plötu Surprise, er valið í flokkinn lag dagsins á heimasíðu breska tónlistartímaritsins Q. Mikill fjöldi tónlistaráhugamanna skoðar síðuna á degi hverjum og því er um mjög góða kynningu að ræða fyrir Láru. Einnig fylgdi með á síðunni nýtt myndband Láru við lagið, sem Bretinn Henry Bateman leikstýrði. Lára þakkar árangurinn fyrst og fremst öðrum Breta, umboðsmanni sínum, Nick Knowles, sem hún réð fyrir skömmu. „Þetta er allt honum að þakka, fyrir utan hvað tónlistin er skemmtileg. Það er mér að þakka,“ segir Lára og hlær. Knowles býr hér á landi og starfaði síðast við alþjóðlegu tískuhátíðina í Reykjavík, RFF, sem var haldin í vor. „Hann kom óvart á tónleika hjá mér. Hann þekkir gítarleikarann minn og sá að þetta ætti mikla möguleika í heimalandinu hans,“ segir hún um samstarf þeirra. Lára flýgur til Bretlands í júní þar sem hún ætlar að funda með nokkrum útgáfufyrirtækjum í von um að komast þar á samning. Í framhaldinu vonast hún til að Surprise komi út þar í landi. Hún mun einnig hita upp fyrir söngkonuna Amy McDonald 9. júní í London og spila víðs vegar um borgina í eina viku í framhaldinu. Í júlí er síðan fyrirhuguð hringferð um Ísland. Lára hefur í nógu að snúast því næst á dagskrá er ferðalag til Danmerkur þar sem hún tekur þátt í vinnubúðum lagahöfunda í Árósum. Flestir höfundarnir koma frá Norðurlöndunum og standa búðirnar yfir í eina viku. - fb
RFF Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira