Skoðun

Nokkur orð um skiptingu auðlinda þjóðarinnar

Núna eru nokkur uppsjávarvinnsluskip að búa til mikil verðmæti úr makríl sem leitað hefur inn í íslenska landhelgi. Þetta er fisktegund sem íslenskir útgerðarmenn hafa engan nytjarétt á, því það eru sjómenn í nágrannaríkjum okkar sem hafa nýtt þennan stofn fram að þessu.

Íslensk stjórnvöld ákváðu að gefa einhliða út 130.000 tonna kvóta til þessara veiða og bundu veiðarnar að þessu sinni við að makríllinn yrði unninn til manneldis sem er mikil framför frá seinustu tveimur árum þar sem honum var mokað upp í bræðslu til þess að skapa viðkomandi útgerðum veiðireynslu.

Þetta er mikil búbót fyrir þær útvöldu útgerðir og sjómenn sem njóta þeirra forréttinda að fá að nýta þennan kvóta. Hásetahluturinn á bestu skipunum er líklega 100 til 200 þúsund á dag og skipstjórarnir eru líklega að taka inn eina milljón á dag. Þó sjómenn séu allra góðra gjalda verðir þá eru þessi laun úr öllu samhengi við laun flestra annarra í þessu landi.

Hvers vegna var þessi kvóti ekki seldur til útgerðanna og þannig fengið endurgjald sem runnið hefði í sameiginlega sjóði þjóðarinnar í stað þess að láta fáa útvalda útgerðarmenn og sjómenn sitja eina að þessum nýfengnu verðmætum?




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×