Webber heppinn að ljúka keppni 27. september 2010 10:05 Fremstu menn í gær. Sebastian Vettel, Fernando Alonso, Mark Webber og Aldo Costa hönnuður Ferrrari. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástralinn Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir að hafa náð þriðja sæti í Singapúr í gær. Hann var fimmti á ráslínu og kænska Red Bull liðsins hans fleytti honum ofar. Hann lenti í árekstri við Lewis Hamilton, sem varð að hætta keppni. Sjálfur var Webber heppin að ljúka mótinu, þar sem það hékk á bláþræði eftir samstuðið að dekk losnaði af felgu. Svo segir yfirmaður Bridgestone í frétt á autosport.com í dag. Munaði 5 mm á því að dekkið flettist af, en það hékk á í 25 hringi. "Ég er ánægður með þriðja sætið, en þetta var mér erfið mótshelgi. Trúlega sú erfiðasta á árinu. Mér fannst ég ekki alveg í takti og er því ánægður með útkomuna", sagði Webber. Hann fór snemma í þjónustuhlé og missti marga bíla framúr sér, en vann sig upp listann af kappi. Hann lenti svo í samstuði við Hamilton, þegar Hamilton reyndi framúrakstur. "Lewis var aðeins á undan mér, en þetta er svipað og gerðist í síðustu keppni milli Felipe Massa og Lewis. Felipe vissi ekki af honum. Þetta getur gerst, því við bremsum á síðustu stundu fyrir beygjurnar. Vissulega var þetta tæpt, en skellurinn var ekki harður, en hefði getað stöðvað mig líka. En sem betur fer náði ég að halda áfram", sagði Webber. Hann er með 202 stig í stigamóti ökumanna þegar fjórum mótum er ólokið. Fernando Alonso er með 191, Hamilton 182, Sebastian Vettel 181 og Jenson Button 177.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira