Button segir McLaren taka framförum 13. apríl 2010 12:23 Lewis Hamilton og Jenson Button voru aftarlega á ráslínu í síðustu keppni, en sýndu góða takta í mótinu. Mynd: Getty Images Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button. Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Jenson Button segir að liðinu hafi tekist að bæta McLaren bílinn fyrir næsta mót sem er í Kína um helgina. Hann flaug frá Malasíu í síðustu viku til Englands til að vinna að þróun bílsins í ökuhermi með tæknimönnum sínum. Button segist vonast eftir þurru veðri á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina, en hann varð í þriðja sæti í mótinu á síðasta ári á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. "Ég nýt þess að keyra brautina, sem er dæmigerð nútímabraut og með blöndu af köflum sem krefjast nákvæmni og tæknilegrar útsjónarsemi, bæði hröðum beygjum og löngum beinum köflum. Þetta er ökumannsbraut og hentar vel uppsettum keppnisbíl. Ég held að við höfum náð framförum hvað það atriði varðar", sagði Button sem lagði á sig 13.000 mílna ferðalag til og frá Asíu til að vinna í ökuherminum með McLaren. "Ég varði degi í tæknisetri McLaren til að sjá hvað við gætum gert betur með tillliti til mótsins í Sjanghæ. Ég tel að ég hafi öðlast betri skilning á keppnisbílnum og við vitum núna hvernig á að fínstilla bílinn hvað jafnvægið varðar. Líka hvernig á að stilla honum upp um helgina. Í heildina erum við að taka framförum, sem er alltaf jákvætt", sagði Button.
Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira