Fótbolti

Eto'o: Mér hefur gengið vel gegn enskum liðum undanfarið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Samuel Eto'o.
Samuel Eto'o. Nordic photos/AFP

Framherjinn Samuel Eto'o hjá Inter er sannfærður um að lið sitt nái að leggja Chelsea að velli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þó svo að það verði vafalítið mjög erfitt verkefni.

Eto'o var í sigurliði Barcelona í Meistaradeildinni í fyrra þegar en Börsungar lögðu bæði Chelsea og Manchester united að velli á leið sinni til sigurs.

„Mér hefur gengið vel gegn enskum liðinum undanfarið og vonandi heldur það áfram. Við vitum að þessir leikir gegn Chelsea verða mjög erfiðir og jafnir og ég hugsa að þetta verði í járnum alveg fram á lokamínúturnar í seinni leiknum.

Mourinho [stjóri Inter] stýrði áður Chelsea og hefur því sagt okkur öll leindarmál þeirra og hann segir að liðið sé lítið búið að breytast frá því hann var þar. Það ætti því að geta hjálpað okkur mikið en við þurfum að sýna hvað við getum inni á vellinum. Þetta er tíminn til þess að sýna styrk okkar," sagði Eto'o á blaðamannafundi fyrir fyrri leik liðanna sem fram fer á San Siro-leikvanginum annað kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×