Kynlíf, dóp og rokk og ról Atli Fannar Bjarkason skrifar 12. nóvember 2010 18:00 Strákarnir í Mínus voru þarna rétt um tvítugt og upplifðu það sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um. Bíó *** Mínus Leikstjórar: Frosti Runólfsson og Haraldur Sigurjónsson. Heimildarmyndin Mínus, um samnefnda hljómsveit, hafði aðeins einu sinni komið fyrir augu almennings þegar hún var sýnd í Bíó Paradís á miðvikudagskvöld. Mér gæti þó skjátlast. Áður en myndin hófst sögðu leikstjórarnir Frosti Runólfsson og Haraldur Sigurjónsson að myndin væri ókláruð. Þeir fengu einfaldlega ekki leyfi á sínum tíma til að ljúka við myndina, sem bar þess að mörgu leyti merki. Þráðurinn var oft á reiki og sérstaklega í byrjun var ekki alltaf nógu skýrt hvar í sögunni maður var staddur. Myndin er blanda af heimildarmynd af gamla skólanum, þar sem áhorfandinn fylgir viðfangsefninu frá upphafi til enda tímabils, og rokkmynda á borð við þær sem besta þungarokkshljómsveit allra tíma, Pantera, sendi frá sér á tíunda áratugnum. Sá hluti myndarinnar sem er af gamla skólanum dregur myndina niður. Það hefði mátt kafa mun dýpra ofan í hugarheim strákanna í Mínus, sem voru rétt um tvítugt og upplifðu það sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um. Rokkmyndahlutann leysa leikstjórarnir af mikilli snilld þrátt fyrir að hafa þurft að klippa í burtu stóran hluta djammsins. Það var nefnilega voða lítið af kynlífi og dópi, þó að rokkið og rólið hafi sannarlega verið til staðar. Að öðrum meðlimum Mínuss ólöstuðum er bassafanturinn Þröstur stjarna myndarinnar. Hann er límið sem heldur myndinni saman með frammistöðu sem gæti verið skrifuð, leikin og tilnefnd til Óskarsverðlauna. Um miðja mynd hringir hann í þjóðargersemina Bjartmar Guðlaugsson (þeir þekktust ekki) og í gegnum myndina sýnir það nýjar hliðar á Þresti, sem virðist í fyrstu vera sáttur við sukklífernið, en loks kemur á daginn að þetta var ekki líf sem hann vildi lifa til lengdar. Saga hans gæti auðveldlega borið aðra heimildarmynd. Mínus er góð heimildarmynd þótt hún sé alls ekki gallalaus. Frosti og Haraldur leika sér skemmtilega með klippingu og tónlist og fara með myndina í tilraunakenndar áttir sem þeir hefðu getað farið með lengra. Myndin er þó fyrst og fremst frábær heimild um eina af öflugustu hljómsveitum Íslandssögunnar og ætti að vera sýnd oftar, eða hreinlega koma út á DVD. Niðurstaða: Frábær heimild um magnaða hljómsveit. Hefði þó mátt velja sér stefnu og fara alla leið í þá átt. Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó *** Mínus Leikstjórar: Frosti Runólfsson og Haraldur Sigurjónsson. Heimildarmyndin Mínus, um samnefnda hljómsveit, hafði aðeins einu sinni komið fyrir augu almennings þegar hún var sýnd í Bíó Paradís á miðvikudagskvöld. Mér gæti þó skjátlast. Áður en myndin hófst sögðu leikstjórarnir Frosti Runólfsson og Haraldur Sigurjónsson að myndin væri ókláruð. Þeir fengu einfaldlega ekki leyfi á sínum tíma til að ljúka við myndina, sem bar þess að mörgu leyti merki. Þráðurinn var oft á reiki og sérstaklega í byrjun var ekki alltaf nógu skýrt hvar í sögunni maður var staddur. Myndin er blanda af heimildarmynd af gamla skólanum, þar sem áhorfandinn fylgir viðfangsefninu frá upphafi til enda tímabils, og rokkmynda á borð við þær sem besta þungarokkshljómsveit allra tíma, Pantera, sendi frá sér á tíunda áratugnum. Sá hluti myndarinnar sem er af gamla skólanum dregur myndina niður. Það hefði mátt kafa mun dýpra ofan í hugarheim strákanna í Mínus, sem voru rétt um tvítugt og upplifðu það sem flestir geta aðeins látið sig dreyma um. Rokkmyndahlutann leysa leikstjórarnir af mikilli snilld þrátt fyrir að hafa þurft að klippa í burtu stóran hluta djammsins. Það var nefnilega voða lítið af kynlífi og dópi, þó að rokkið og rólið hafi sannarlega verið til staðar. Að öðrum meðlimum Mínuss ólöstuðum er bassafanturinn Þröstur stjarna myndarinnar. Hann er límið sem heldur myndinni saman með frammistöðu sem gæti verið skrifuð, leikin og tilnefnd til Óskarsverðlauna. Um miðja mynd hringir hann í þjóðargersemina Bjartmar Guðlaugsson (þeir þekktust ekki) og í gegnum myndina sýnir það nýjar hliðar á Þresti, sem virðist í fyrstu vera sáttur við sukklífernið, en loks kemur á daginn að þetta var ekki líf sem hann vildi lifa til lengdar. Saga hans gæti auðveldlega borið aðra heimildarmynd. Mínus er góð heimildarmynd þótt hún sé alls ekki gallalaus. Frosti og Haraldur leika sér skemmtilega með klippingu og tónlist og fara með myndina í tilraunakenndar áttir sem þeir hefðu getað farið með lengra. Myndin er þó fyrst og fremst frábær heimild um eina af öflugustu hljómsveitum Íslandssögunnar og ætti að vera sýnd oftar, eða hreinlega koma út á DVD. Niðurstaða: Frábær heimild um magnaða hljómsveit. Hefði þó mátt velja sér stefnu og fara alla leið í þá átt.
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira