Alonso má ekki við vandræðum 9. september 2010 16:13 Jenson Button og Fernando Alonso í forgrunni á blaðamannafundi á Monza brautinni í dag. Mynd: Getty Images Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira