Áskorun til ráðamanna þjóðarinnar 2. júní 2010 16:04 Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í stefnulýsingu Samfylkingarinnar segir að flokkurinn leggi ,,áherslu á að Íslendingar taki virkan þátt í því fjölþjóða- og alþjóðasamstarfi sem á hverjum tíma er líklegast til þess að stuðla að friði og öryggi jafnt í nágrenni okkar og í heiminum öllum." Jafnframt stendur í stefnuskrá Vinstri grænna að langvarandi kúgun Ísraela á Palestínumönnum verði að linna og að Ísland eigi að ganga úr NATO. Í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir kenna sig bersýnilega við friðsamlega utanríkisstefnu vil ég varpa fram tveimur kunnuglegum tillögum. 1. Ísland slíti tafarlaust stjórnmálasambandinu við Ísrael. Í meira en 60 ár hafa ísraelskir zíonistar framið kerfisbundin fjöldamorð á Palestínumönnum, hrakið þá frá heimkynnum sínum og kallað yfir þá kúgun og volæði. Auðvitað hafa Palestínumenn ekki látið það þegjandi yfir sig ganga en skæruliðar þeirra mega sín lítils frammi fyrir gríðarlegum hernaðarmætti Ísraela. Þrátt fyrir að brjóta alþjóðalög æ ofan í æ njóta Ísraelar fjárhagslegs og hernaðarlegs stuðnings bandarískra stjórnvalda og jafnframt hafa Evrópuþjóðir sýnt zíonistum forkastanlega linkind. Hingað til hafa íslenskir ráðamenn fordæmt árásir Ísraela annan daginn en drukkið kaffibolla með þarlendum stjórnvöldum hinn daginn. Slíkt hálfkák er Íslendingum ekki til sóma. Meðan ísraelsk stjórnvöld hegða sér eins og villimenn ætti afstaðan gagnvart Ísrael ekki að vera öðruvísi en gagnvart ríkjum á borð við Norður-Kóreu. Með því að slíta stjórnmálasambandinu gætu Íslendingar sýnt öðrum þjóðum gott fordæmi. Ef fleiri þjóðir settu Ísraelum stólinn fyrir dyrnar væri gríðarlegur þrýstingur settur á Ísraela og vonandi stórt skref stigið í átt að réttlæti og friði fyrir botni Miðjarðarhafs. 2. Íslendingar segi sig úr Atlantshafsbandalaginu. Þótt bandaríski herinn sé farinn af landi brott má ekki gleyma því að Ísland tilheyrir enn hernaðarbandalaginu NATO og aðildin kostar ríkissjóð rúmlega 87 milljónir króna á ári. Eftir fall Sovétríkjanna hefur hlutverk NATO breyst; það hefur fært út anga sína, sniðgengið alþjóðasáttmála og orðið að eins konar taglhnýtingi kapítalískrar heimsvaldastefnu. Bandalagið er meðal annars frægt fyrir að rústa skólum og sjúkrahúsum í Júgóslavíu, aðstoða hernámsöfl stríðsþjáðra landa, beita sér gegn kjarnorkuafvopnun og starfa náið með Ísraelsher. Jafnframt hefur herstjórn bandalagsins allt frá upphafi verið í höndum bandarískra herforingja og ætti því að liggja í augum uppi hverra hagsmunir sitja í fyrirrúmi. Aðild Íslands að NATO er smánarblettur fyrir land og þjóð. Með henni er þjóðin bendluð við eyðileggingu, kúgun og fjöldamorð. Með því að slíta stjórnmálasambandinu við Ísrael og ganga úr Atlantshafsbandalaginu myndu Íslendingar sýna vestrænni heimsvaldastefnu réttmæta vanþóknun og uppskera þakklæti kúgaðra þjóða í heiminum. Ég skora á ráðamenn þjóðarinnar að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar