Bananar og bjöllusauðir Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun