Frjálshyggjan og efnahagshrunið á Íslandi 21. ágúst 2010 06:00 Í umræðunni um efnahagsmál hefur mikið verið fjallað um þátt svonefndrar frjálshyggju í hruni efnahagslífsins á Íslandi og jafnframt hvort sú þróun sem hófst árið 1991 hafi verð upphafið af mesta góðæri á Íslandi eða upphafið að efnahagshruninu. Frjálshyggju einkennir tiltekið samband milli ríkis og markaðar. Nokkrar kenningar eru um þetta samband og eru þrjár kenningar helst til umfjöllunar. Hin fyrsta er nefnd afskiptaleysisstefna, þar sem markaðurinn fær að starfa nær alveg óhindraður og afskiptalaus og allar hindranir í vegi hans eru fjarlægðar. Næsta kenning nefnist stjórnleysisstefna, þar sem nánast öll starfsemi ríkisins er einkavædd; og þriðja kenningin er nefnd félagsleg markaðsstefna þar sem markaður er talinn ná bestum árangri ef ríkið reki og eigi þær stofnanir sem geri markaðnum kleyft að starfa og geti gripið inn í ef þörf krefur. Má segja að þessi síðasta kenning um samspil markaðar og ríkisins hafi þróast áfram hér á landi og á vesturlöndum almennt. Óx henni fiskur um hrygg og var síðar nefnd peningamagnshyggja sem boðar takmörkuð ríkisafskipti og óheft athafnafrelsi einstaklingsins. Fengi markaðurinn að vera óáreittur fyrir afskiptum seðlabanka og stjórnvalda fyndi hann sjálfkrafa hagkvæmustu leiðir til að auka hagvöxt og koma á jafnvægi í efnahagslífinu. Afleiðingar þessarar stefnu voru síðan að fjármálakerfið þandist út og fékk miklu meira vægi í efnahagslífinu en áður. Fjármagnið fékk lausan tauminn og viðskipti með flóknar fjármálaafurðir sem sífellt urðu áhættusamari ollu því að bankar áttu erfitt með að henda reiður á umfangi þeirra og áhættu. Þessi kenning um skilvirka markaði var tekin góð og gild en samkvæmt henni finna fjármálamarkaðir ávallt rétt verð á eignum hafi fjárfestar sama aðgang að upplýsingum. Þannig gætu eignabólur ekki átt sér stað því markaðurinn myndi sjálfur leiðrétta þær. Þetta afskiptaleysi af markaðnum þróaðist svo yfir í þá kenningu að ekki þýddi að reyna að bregðast við hagsveiflum með því að hafa áhrif á eftirspurn því kenningin gerði ráð fyrir fullkomnum vinnumarkaði þar sem atvinnuleysi væri í jafnvægi. Þessir straumar berast til Íslands í lok 9.áratugarins. Fall Sovétríkjanna var táknrænt hrun ríkisafskipta. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar breyta um efnahagsstefnu og innleiða markaðsfrelsi og opna hagkerfið með frjálsum fjármagnsflutningum. Lögð er áhersla á öran hagvöxt og markaðsvæðingu efnahagslífsins. Horfið er frá framleiðslu-kapitalisma til fjármála-kapitalisma þar sem bankar og fjármálafyrirtæki taka allar meiriháttar ákvarðanir. Þessu fylgdi aukið frelsi í peningamálum og verðlagsmálum, einkavæðing ríkisbankanna, lágskattastefna og almenn fjármálavæðing efnahagslífsins. Rótgróin fyrirtæki voru sprengd upp, hlutuð niður og skuldsett og allt laust fé sett í frekari fjárfestingar með aðstoð bankakerfisins. Hagkerfið opnast með aðild Íslands að EES og starfsheimildir fjármálafyrirtækja rýmkaðar verulega, án þess að gerðar séu varúðarráðstafanir til að mæta hættum sem mikil alþjóðaviðskipti hafa í för með sér. Segja má að þessi mikla breyting á stuttum tíma hafi lagst yfir þjóð sem enga reynslu hafði af þvi að starfa í opnu alþjóðlegu umhverfi. Embættismenn og opinber stjórnsýsla voru vanmáttug og reynslulaus, og íslenskir bankastjórnendur voru margir með stutta starfsreynslu og litla þekkingu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Afleiðingar þessarar gerbreyttu efnahagsstefnu urðu þær að skuldsetning jókst gífurlega. Nægt framboð af ódýru lánsfé, í bland við bjartsýni bæði innanlands og erlendis jók mönnum kjarkinn og blindaði sýn. Alþjóðleg matsfyrirtæki sem hafa afgerandi áhrif á það hvert fjármagnið flýtur í heiminum gaf Íslandi og íslenskum bönkum hæstu einkunnir með þeim afleiðingum að hér á landi fylltist allt af peningum sem kostuðu litið. Þegar ofgnótt er af auðlind sem kostar svo næstum ekkert leiðir það til sóunar, og það var það sem gerðist. Bankarnir kepptust um að skuldsetja hvert fyrirtækið á fætur öðru og fjármögnuðu glæfralegar fjárfestingar um allan heim. Allar hefðbundnar lánareglur um veð og tryggingar voru lagðar til hliðar. Fasteignaverð þeyttist upp þegar kaupendur með fullar hendur fjár keyptu og eyddu. Bankar auglýstu 100% fjármögnun húsnæðis og bifreiða, og mikil eignabóla myndaðist á húsnæðismarkaði. Árið 2005 var Ísland þannig orðið skuldugasta land í heimi. Færa má rök fyrir því að á árinu 2006 hafi hrun bankakerfisins verið óhjákvæmilegt og síðustu forvöð að grípa inn í atburðarásina. Frá því þrefaldast svo skuldastaðan þar til gjaldmiðilinn hrynur og bankakerfið fellur haustið 2008. Við skoðun á hagsögu Íslands síðustu áratugina kemur í ljós að kaupmáttur almennings jókst mest á tímabilinu 1960-1980 og að hið eiginlega efnahagsundur átti sér stað á þessum tíma. Árið 1980 er Ísland í öðru sæti á lista SÞ yfir þjóðir með bestu lífskjörin. Þetta góðæri einkenndist af almennri og jafnri aukningu kaupmáttar meðal almennings. Góðærið eftir 1995 einkenndist af sívaxandi ójöfnuði og misskiptingu tekna og eigna. Eftir 2003 byggir síðan góðærið á gríðarlegri skuldasöfnun erlendis sem á sér engin fordæmi og endaði með hruni fjármálakerfisins. Árið 2005 er staða Íslands orðin gagnrýniverð, og skuldir eru að aukast hraðar en eignir. Draga má þá ályktun að góðærið sem hefst um 2003 var af stærstum hluta byggt á stórtækri skuldasöfnun sem telst einsdæmi á vesturlöndum. Þessu til viðbótar myndar svo návígið á Íslandi svonefndan klíku-kapitalisma sem lýsir sér í samþjöppun viðskipta og stjórnmálavalds þar sem kunningjatengsl ráða miklu á kostnað formlegra reglna , en þessi lýsing hefur loðað lengi við Ísland, löngu fyrir tíma frjálshyggjunnar. Vaxandi frjálshyggja á fjármálamörkuðum er helsta almenna rót þess vanda sem Ísland hefur nú ratað í. Afnám reglugerða og veiking opinbers eftirlits, aukin trú á getu óheftra markaða til að stilla sig af og leita jafnvægis, og áhættuhvetjandi bónuskerfi í fjármálageiranum gat af sér vaxandi lausung sem gerði of mikla skuldasöfnun og áhættutöku mögulega. Hér á landi voru skrefin í átt til frjálshyggjunnar mörg róttækari og fóru fram í viðkvæmu umhverfi þar sem saman fóru fámennið, reynsluleysi bæði í atvinnulífi, stjórnsýslu og stjórnmálum, og samþjöppun valds og klíkumyndun. Ástandinu hefur verið lýst sem taumlausri ákefð. Samfara þessari þróun er ríkisvaldið gert veikara með neikvæðri umræðu um hlutverk ríksins og varnir ríkisins minnkuðu gegn óreiðuhegðun einkaaðila sem hugsuðu um eigin hag. Það má til sanns vegar færa að sú róttæka samfélagstilraun sem gerð var á árunum 1991-2008 hafi leikið Ísland grárra en önnur ríki af mörgum ástæðum. Stærð bankanna var orðin ríkinu ofviða, en ríkið beitti ekki þeim stjórntækjum sem það þó hafði til að hefta þá stækkun. Seðlabankinn hafði í skúffum sínum tæki til að stjórna bindiskyldunni og peningamagninu í umferð. Stjórnsýslan tók ekki upp fyrirvara sem er í regluverki EES um innistæðutryggingar og lögbundnar eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu. Inngróið vantraust milli stjórnmálamanna og milli stjórnenda Seðlabankans og ráðherra í ríkisstjórn komu í veg fyrir eðlileg samskipti og eðlilega og faglega ákvarðanatöku í stjórnsýslunni í aðdraganda hrunsins. Því má komast að þeirri niðurstöðu að lykilhugmyndir frjálshyggjunnar sem fóru í bland við spillt kerfi stjórnmálanna, vanmáttuga stjórnsýslu og stjórnlaust fjármálakerfi hafi verið sá eitraði kokteill sem felldi Ísland. Íslenska þjóðin getur þó ekki vikið sér undan að skoða ábyrgð sína á hruni bankanna 2008. Íslendingar voru slegnir stórlætisblindu og þurfa að leita að skýringum á hruninu í sjálfsmynd sinni sem yfirburðaþjóðar. Ýmislegt í orðræðunni eftir hrun bendir til að þessi sjálfsmynd sé enn við lýði. Oflæti í samskiptum við aðrar þjóðir og þjóðabandalög er þannig sprelllifandi. Hlutverk fjölmiðla er stórt þegar spurt er um ábyrgð. Fjölmiðlar eiga að upplýsa almenning. Gagnrýnilausar frásagnir af útrásinni fylltu síður þeirra um árabil. Sá málflutningur sem birtist í fjölmiðlum gerði almenningi erfitt fyrir að átta sig á raunverulegri stöðu mála. Langt fram á árið 2008 eru að birtast í fjölmiðlum fréttir af álagsprófum á bankana, viðtöl eru við stjórnvöld sem lýsa yfir trausti á fjármálakerfinu og fólki talin trú um að allt sé í lagi. Almenningur var því grandalaus enda varð fjárhagslegt tjón venjulegs fólks gríðarlegt. Þeir sem áttu sparnað sinn í hlutabréfum eða verðbréfasjóðum hefðu getað losað um þennan sparnað með litlum fyrirvara ef einhver grunur var um hvað væri í vændum. En það var ekki gert sem er staðfesting á þeim blekkingaleik sem stundaður var og staðfestir að þjóðin sem slík getur ekki verið ábyrg fyrir hruni bankanna. Þó almenningur í landinu hafi hrifist með hugsanahætti útrásarinnar, hegðað sér á einhvern hátt með óábyrgum hætti í eigin fjármálum, og fengið um stund brenglað verðmætamat, og þó almenningur hafi kosið í lýðræðislegum kosningum þá stjórnendur sem stýrðu skútunni upp á sker, þá er ekki hægt að bera ábyrgð þegar upplýsingum er haldið vísvitandi leyndum, sannleikurinn er falinn eða honum hagrætt og beinlínis er í gangi ásetningur um óheiðarleg vinnubrögð. Íslenska þjóðin var blekkt. Traust hennar var misnotað. Íslenska eyðsluklóin tók þátt í veislunni en hún vissi ekki betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um efnahagsmál hefur mikið verið fjallað um þátt svonefndrar frjálshyggju í hruni efnahagslífsins á Íslandi og jafnframt hvort sú þróun sem hófst árið 1991 hafi verð upphafið af mesta góðæri á Íslandi eða upphafið að efnahagshruninu. Frjálshyggju einkennir tiltekið samband milli ríkis og markaðar. Nokkrar kenningar eru um þetta samband og eru þrjár kenningar helst til umfjöllunar. Hin fyrsta er nefnd afskiptaleysisstefna, þar sem markaðurinn fær að starfa nær alveg óhindraður og afskiptalaus og allar hindranir í vegi hans eru fjarlægðar. Næsta kenning nefnist stjórnleysisstefna, þar sem nánast öll starfsemi ríkisins er einkavædd; og þriðja kenningin er nefnd félagsleg markaðsstefna þar sem markaður er talinn ná bestum árangri ef ríkið reki og eigi þær stofnanir sem geri markaðnum kleyft að starfa og geti gripið inn í ef þörf krefur. Má segja að þessi síðasta kenning um samspil markaðar og ríkisins hafi þróast áfram hér á landi og á vesturlöndum almennt. Óx henni fiskur um hrygg og var síðar nefnd peningamagnshyggja sem boðar takmörkuð ríkisafskipti og óheft athafnafrelsi einstaklingsins. Fengi markaðurinn að vera óáreittur fyrir afskiptum seðlabanka og stjórnvalda fyndi hann sjálfkrafa hagkvæmustu leiðir til að auka hagvöxt og koma á jafnvægi í efnahagslífinu. Afleiðingar þessarar stefnu voru síðan að fjármálakerfið þandist út og fékk miklu meira vægi í efnahagslífinu en áður. Fjármagnið fékk lausan tauminn og viðskipti með flóknar fjármálaafurðir sem sífellt urðu áhættusamari ollu því að bankar áttu erfitt með að henda reiður á umfangi þeirra og áhættu. Þessi kenning um skilvirka markaði var tekin góð og gild en samkvæmt henni finna fjármálamarkaðir ávallt rétt verð á eignum hafi fjárfestar sama aðgang að upplýsingum. Þannig gætu eignabólur ekki átt sér stað því markaðurinn myndi sjálfur leiðrétta þær. Þetta afskiptaleysi af markaðnum þróaðist svo yfir í þá kenningu að ekki þýddi að reyna að bregðast við hagsveiflum með því að hafa áhrif á eftirspurn því kenningin gerði ráð fyrir fullkomnum vinnumarkaði þar sem atvinnuleysi væri í jafnvægi. Þessir straumar berast til Íslands í lok 9.áratugarins. Fall Sovétríkjanna var táknrænt hrun ríkisafskipta. Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar breyta um efnahagsstefnu og innleiða markaðsfrelsi og opna hagkerfið með frjálsum fjármagnsflutningum. Lögð er áhersla á öran hagvöxt og markaðsvæðingu efnahagslífsins. Horfið er frá framleiðslu-kapitalisma til fjármála-kapitalisma þar sem bankar og fjármálafyrirtæki taka allar meiriháttar ákvarðanir. Þessu fylgdi aukið frelsi í peningamálum og verðlagsmálum, einkavæðing ríkisbankanna, lágskattastefna og almenn fjármálavæðing efnahagslífsins. Rótgróin fyrirtæki voru sprengd upp, hlutuð niður og skuldsett og allt laust fé sett í frekari fjárfestingar með aðstoð bankakerfisins. Hagkerfið opnast með aðild Íslands að EES og starfsheimildir fjármálafyrirtækja rýmkaðar verulega, án þess að gerðar séu varúðarráðstafanir til að mæta hættum sem mikil alþjóðaviðskipti hafa í för með sér. Segja má að þessi mikla breyting á stuttum tíma hafi lagst yfir þjóð sem enga reynslu hafði af þvi að starfa í opnu alþjóðlegu umhverfi. Embættismenn og opinber stjórnsýsla voru vanmáttug og reynslulaus, og íslenskir bankastjórnendur voru margir með stutta starfsreynslu og litla þekkingu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Afleiðingar þessarar gerbreyttu efnahagsstefnu urðu þær að skuldsetning jókst gífurlega. Nægt framboð af ódýru lánsfé, í bland við bjartsýni bæði innanlands og erlendis jók mönnum kjarkinn og blindaði sýn. Alþjóðleg matsfyrirtæki sem hafa afgerandi áhrif á það hvert fjármagnið flýtur í heiminum gaf Íslandi og íslenskum bönkum hæstu einkunnir með þeim afleiðingum að hér á landi fylltist allt af peningum sem kostuðu litið. Þegar ofgnótt er af auðlind sem kostar svo næstum ekkert leiðir það til sóunar, og það var það sem gerðist. Bankarnir kepptust um að skuldsetja hvert fyrirtækið á fætur öðru og fjármögnuðu glæfralegar fjárfestingar um allan heim. Allar hefðbundnar lánareglur um veð og tryggingar voru lagðar til hliðar. Fasteignaverð þeyttist upp þegar kaupendur með fullar hendur fjár keyptu og eyddu. Bankar auglýstu 100% fjármögnun húsnæðis og bifreiða, og mikil eignabóla myndaðist á húsnæðismarkaði. Árið 2005 var Ísland þannig orðið skuldugasta land í heimi. Færa má rök fyrir því að á árinu 2006 hafi hrun bankakerfisins verið óhjákvæmilegt og síðustu forvöð að grípa inn í atburðarásina. Frá því þrefaldast svo skuldastaðan þar til gjaldmiðilinn hrynur og bankakerfið fellur haustið 2008. Við skoðun á hagsögu Íslands síðustu áratugina kemur í ljós að kaupmáttur almennings jókst mest á tímabilinu 1960-1980 og að hið eiginlega efnahagsundur átti sér stað á þessum tíma. Árið 1980 er Ísland í öðru sæti á lista SÞ yfir þjóðir með bestu lífskjörin. Þetta góðæri einkenndist af almennri og jafnri aukningu kaupmáttar meðal almennings. Góðærið eftir 1995 einkenndist af sívaxandi ójöfnuði og misskiptingu tekna og eigna. Eftir 2003 byggir síðan góðærið á gríðarlegri skuldasöfnun erlendis sem á sér engin fordæmi og endaði með hruni fjármálakerfisins. Árið 2005 er staða Íslands orðin gagnrýniverð, og skuldir eru að aukast hraðar en eignir. Draga má þá ályktun að góðærið sem hefst um 2003 var af stærstum hluta byggt á stórtækri skuldasöfnun sem telst einsdæmi á vesturlöndum. Þessu til viðbótar myndar svo návígið á Íslandi svonefndan klíku-kapitalisma sem lýsir sér í samþjöppun viðskipta og stjórnmálavalds þar sem kunningjatengsl ráða miklu á kostnað formlegra reglna , en þessi lýsing hefur loðað lengi við Ísland, löngu fyrir tíma frjálshyggjunnar. Vaxandi frjálshyggja á fjármálamörkuðum er helsta almenna rót þess vanda sem Ísland hefur nú ratað í. Afnám reglugerða og veiking opinbers eftirlits, aukin trú á getu óheftra markaða til að stilla sig af og leita jafnvægis, og áhættuhvetjandi bónuskerfi í fjármálageiranum gat af sér vaxandi lausung sem gerði of mikla skuldasöfnun og áhættutöku mögulega. Hér á landi voru skrefin í átt til frjálshyggjunnar mörg róttækari og fóru fram í viðkvæmu umhverfi þar sem saman fóru fámennið, reynsluleysi bæði í atvinnulífi, stjórnsýslu og stjórnmálum, og samþjöppun valds og klíkumyndun. Ástandinu hefur verið lýst sem taumlausri ákefð. Samfara þessari þróun er ríkisvaldið gert veikara með neikvæðri umræðu um hlutverk ríksins og varnir ríkisins minnkuðu gegn óreiðuhegðun einkaaðila sem hugsuðu um eigin hag. Það má til sanns vegar færa að sú róttæka samfélagstilraun sem gerð var á árunum 1991-2008 hafi leikið Ísland grárra en önnur ríki af mörgum ástæðum. Stærð bankanna var orðin ríkinu ofviða, en ríkið beitti ekki þeim stjórntækjum sem það þó hafði til að hefta þá stækkun. Seðlabankinn hafði í skúffum sínum tæki til að stjórna bindiskyldunni og peningamagninu í umferð. Stjórnsýslan tók ekki upp fyrirvara sem er í regluverki EES um innistæðutryggingar og lögbundnar eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu. Inngróið vantraust milli stjórnmálamanna og milli stjórnenda Seðlabankans og ráðherra í ríkisstjórn komu í veg fyrir eðlileg samskipti og eðlilega og faglega ákvarðanatöku í stjórnsýslunni í aðdraganda hrunsins. Því má komast að þeirri niðurstöðu að lykilhugmyndir frjálshyggjunnar sem fóru í bland við spillt kerfi stjórnmálanna, vanmáttuga stjórnsýslu og stjórnlaust fjármálakerfi hafi verið sá eitraði kokteill sem felldi Ísland. Íslenska þjóðin getur þó ekki vikið sér undan að skoða ábyrgð sína á hruni bankanna 2008. Íslendingar voru slegnir stórlætisblindu og þurfa að leita að skýringum á hruninu í sjálfsmynd sinni sem yfirburðaþjóðar. Ýmislegt í orðræðunni eftir hrun bendir til að þessi sjálfsmynd sé enn við lýði. Oflæti í samskiptum við aðrar þjóðir og þjóðabandalög er þannig sprelllifandi. Hlutverk fjölmiðla er stórt þegar spurt er um ábyrgð. Fjölmiðlar eiga að upplýsa almenning. Gagnrýnilausar frásagnir af útrásinni fylltu síður þeirra um árabil. Sá málflutningur sem birtist í fjölmiðlum gerði almenningi erfitt fyrir að átta sig á raunverulegri stöðu mála. Langt fram á árið 2008 eru að birtast í fjölmiðlum fréttir af álagsprófum á bankana, viðtöl eru við stjórnvöld sem lýsa yfir trausti á fjármálakerfinu og fólki talin trú um að allt sé í lagi. Almenningur var því grandalaus enda varð fjárhagslegt tjón venjulegs fólks gríðarlegt. Þeir sem áttu sparnað sinn í hlutabréfum eða verðbréfasjóðum hefðu getað losað um þennan sparnað með litlum fyrirvara ef einhver grunur var um hvað væri í vændum. En það var ekki gert sem er staðfesting á þeim blekkingaleik sem stundaður var og staðfestir að þjóðin sem slík getur ekki verið ábyrg fyrir hruni bankanna. Þó almenningur í landinu hafi hrifist með hugsanahætti útrásarinnar, hegðað sér á einhvern hátt með óábyrgum hætti í eigin fjármálum, og fengið um stund brenglað verðmætamat, og þó almenningur hafi kosið í lýðræðislegum kosningum þá stjórnendur sem stýrðu skútunni upp á sker, þá er ekki hægt að bera ábyrgð þegar upplýsingum er haldið vísvitandi leyndum, sannleikurinn er falinn eða honum hagrætt og beinlínis er í gangi ásetningur um óheiðarleg vinnubrögð. Íslenska þjóðin var blekkt. Traust hennar var misnotað. Íslenska eyðsluklóin tók þátt í veislunni en hún vissi ekki betur.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar