Takmarkaðir möguleikar á að fullvinna ál á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2010 14:18 Rannveig Rist segir að möguleikar séu á því að auka álframleiðslu og virkja nýsköpun í samstarfi við álfélögin. Mynd/ GVA. Það er ekki útilokað að einhvers konar framleiðsla á neytendavörum úr áli geti þrifist hér á landi, sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi á Útflutningsþingi í dag. Hún sagði hins vegar að nálægðin við álverin veitti Íslendingum minna samkeppnisforskot á því sviði en ætla mætti við fyrstu sýn. „Ég vil taka skýrt fram að ég útiloka alls ekki að það finnist tækifæri til að vinna ennþá meira með málminn hér á Íslandi og jafnvel framleiða úr honum neytendavörur. En fyrri athuganir, meðal annars á vegum sérstakrar nefndar iðnaðarráðuneytisins, og tilraunir sem hafa verið gerðar með framleiðslu, hafa bent til þess að jafnan sé raunhæfast að stunda fullvinnslu í sem mestri nálægð við stóra markaði," sagði Rannveig. Hún gat þess í ræðu sinni að stærsti söluaðili áls á Íslandi, Áltak, kaupir ál frá völsunarverksmiðjum sem fá sitt ál meðal annars frá Straumsvík, þannig að álið frá ISAL er notað í klæðningar á fjölmörgum byggingum hér á landi, sagði Rannveig á fundinum. En Rannveig sagði að helstu tækifærin í áliðnaðinum á Íslandi væru af tvennum toga. Annars vegar væri að auka álframleiðslu, enda væri stór hluti af virkjanlegri raforku á Íslandi enn ónýttur. Hins vegar að opna augun fyrir þeim tækifærum sem væru til uppbyggingar og nýsköpunar í samstarfi við álverin. Sem dæmi um slíkt tækfifæri nefndi hún fyrirtækið Stími sem hafi verið stofnað árið 1995. Fyrsta verkefni þeirra hafi verið að framleiða svokallaðan álhæðarskynjara fyrir álverið í Straumsvík. Síðan þá hafi fyrirtækið þróað og smíðað margskonar tækjabúnað fyrir álverið. Búnaðurinn hafi reynst svo vel að hann hannar núna búnað isem er seldur til Ástralíu, Indlands, Noregs og Katar. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Það er ekki útilokað að einhvers konar framleiðsla á neytendavörum úr áli geti þrifist hér á landi, sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi á Útflutningsþingi í dag. Hún sagði hins vegar að nálægðin við álverin veitti Íslendingum minna samkeppnisforskot á því sviði en ætla mætti við fyrstu sýn. „Ég vil taka skýrt fram að ég útiloka alls ekki að það finnist tækifæri til að vinna ennþá meira með málminn hér á Íslandi og jafnvel framleiða úr honum neytendavörur. En fyrri athuganir, meðal annars á vegum sérstakrar nefndar iðnaðarráðuneytisins, og tilraunir sem hafa verið gerðar með framleiðslu, hafa bent til þess að jafnan sé raunhæfast að stunda fullvinnslu í sem mestri nálægð við stóra markaði," sagði Rannveig. Hún gat þess í ræðu sinni að stærsti söluaðili áls á Íslandi, Áltak, kaupir ál frá völsunarverksmiðjum sem fá sitt ál meðal annars frá Straumsvík, þannig að álið frá ISAL er notað í klæðningar á fjölmörgum byggingum hér á landi, sagði Rannveig á fundinum. En Rannveig sagði að helstu tækifærin í áliðnaðinum á Íslandi væru af tvennum toga. Annars vegar væri að auka álframleiðslu, enda væri stór hluti af virkjanlegri raforku á Íslandi enn ónýttur. Hins vegar að opna augun fyrir þeim tækifærum sem væru til uppbyggingar og nýsköpunar í samstarfi við álverin. Sem dæmi um slíkt tækfifæri nefndi hún fyrirtækið Stími sem hafi verið stofnað árið 1995. Fyrsta verkefni þeirra hafi verið að framleiða svokallaðan álhæðarskynjara fyrir álverið í Straumsvík. Síðan þá hafi fyrirtækið þróað og smíðað margskonar tækjabúnað fyrir álverið. Búnaðurinn hafi reynst svo vel að hann hannar núna búnað isem er seldur til Ástralíu, Indlands, Noregs og Katar.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira