Hvað eru jólin? Karl Sigurbjörnsson og biskup Íslands skrifa 24. desember 2010 06:00 Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar