GGE mótmælir vinnubrögðum og biðlar til umboðsmanns 26. ágúst 2010 13:26 Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. Einnig hefur fyrirtækið farið fram á það við Umboðsmann Alþingis hann „kanni og fari yfir stjórnsýslulega meðferð málsins sem og lagalegar heimildir að baki störfum rannsóknarnefndarinnar enda ljóst að niðurstaða nefndarinnar getur ekki haft nokkur áhrif á viðskipti milli einkaaðila og framkvæmdavaldið getur ekki aðhafast með lögmætum hætti gagnvart þeim einkaaðilum sem um ræðir á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar." „Geysir Green Energy vill jafnframt geta þess að félagið er þess fullvisst að hagstæðasta tilboði í hlutafé HS Orku hafi verið tekið í kjölfar söluferlis hvar nokkrir aðilar skoðuðu kaup á hlut félagsins í HS Orku," segir ennfremur í tilkynningunni auk þess sem félagið segist fullvisst um að viðskiptin við Magma Energy séu að öllu leyti í samræmi við gildandi lög. Þá segir einnig að Geysir Green Energy harmi það „upphlaup sem efnt hefur verið til nú í tengslum við einkavæðingu HS Orku sem hófst fyrir um 3 árum síðan. Geysir Green Energy harmar jafnframt þær neikvæðu móttökur sem fyrsti erlendi fjárfestirinn eftir hrun hér á Íslandi fær af hálfu stjórnvalda. Ljóst er að endurreisn íslensk efnahagslífs mun ekki eiga sér stað án aðkomu erlends fjármagns og frekari uppbyggging orkugeirans á Íslandi er ekki raunhæfur kostur nema með auknu eigin fé til orkufyrirtækjanna." Skroll-Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Geysir Green Energy, sem á dögunum seldi hlut sinn í HS Orku, hefur sent viðskiptaráðherra bréf þar sem vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar er mótmælt. Fyrirtækið segir að nefnd, sem forsætisráðherra hefur skipað og á að rannsaka kaup Magma Energy Sweden á hlut GGE, starfi ekki í krafti neinna laga og sé í raun umboðslaus. Einnig hefur fyrirtækið farið fram á það við Umboðsmann Alþingis hann „kanni og fari yfir stjórnsýslulega meðferð málsins sem og lagalegar heimildir að baki störfum rannsóknarnefndarinnar enda ljóst að niðurstaða nefndarinnar getur ekki haft nokkur áhrif á viðskipti milli einkaaðila og framkvæmdavaldið getur ekki aðhafast með lögmætum hætti gagnvart þeim einkaaðilum sem um ræðir á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar." „Geysir Green Energy vill jafnframt geta þess að félagið er þess fullvisst að hagstæðasta tilboði í hlutafé HS Orku hafi verið tekið í kjölfar söluferlis hvar nokkrir aðilar skoðuðu kaup á hlut félagsins í HS Orku," segir ennfremur í tilkynningunni auk þess sem félagið segist fullvisst um að viðskiptin við Magma Energy séu að öllu leyti í samræmi við gildandi lög. Þá segir einnig að Geysir Green Energy harmi það „upphlaup sem efnt hefur verið til nú í tengslum við einkavæðingu HS Orku sem hófst fyrir um 3 árum síðan. Geysir Green Energy harmar jafnframt þær neikvæðu móttökur sem fyrsti erlendi fjárfestirinn eftir hrun hér á Íslandi fær af hálfu stjórnvalda. Ljóst er að endurreisn íslensk efnahagslífs mun ekki eiga sér stað án aðkomu erlends fjármagns og frekari uppbyggging orkugeirans á Íslandi er ekki raunhæfur kostur nema með auknu eigin fé til orkufyrirtækjanna."
Skroll-Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira