Vettel tók á móti meistaratitlinum 11. desember 2010 12:44 Yngsti meisari sögunnar, Sebastian Vettel tekur á móti meistaratitli ökumanna úr hendi Jean Todt, forseta FIA. Mynd: Getty Images/FIA Yngsti heimsmeistari sögunnar, Sebastian Vettel frá Þýskalandi tók á móti heimsmeistaratitli Formúlu 1 ökumanna í gærkvöldi á sérstakri verðlaunaafhendingu FIA fyrir akstursíþróttamenn. Athöfnin var í Mónakó. Red Bull liðið tók líka á móti meistaratitli bílasmiða í fyrsta skipti frá því liðið var stofnað og Bernie Ecclestone afhenti Christian Horner, framkvæmdarstjóra liðsins titilinn. Red Bull tryggði sér báða meistaratitlanna, eftir að hafa verið 15 sinnum fremst á ráslínu á árinu. Mark Webber, hinn ökumaður liðsins varð í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber vann fjögur Formúlu 1 mót á árinu, en Vettel fimm og hann tryggði sér titilinn eftir sigur í lokamótinu í Abu Dhabi og komst þannig í fyrsta skipti á árinu í efsta sæti stigamótsins og hampaði þannig titilinum. Forseti FIA, Jean Todt afhenti Vettel meistaratitilinn í Mónakó í gærkvöldi. "Það er einstakt kvöld og fyrir Red Bull liðið. Það kætir mig að taka á móti meistaratitli ökumanna, sem mig hefur dreymt um síðan ég byrjaði að keppa", sagði Vettel eftir afhendinguna. "Það var ótrúlegt að vinna meistarakeppnina og tímabilið hefur verið ótrúlegt og gengið upp og niður. Við trúðum á liðið, á bílinn og nutum hvers móts fyrir sig. Ég vil þakka öllu Red Bull liðinu og Renault vélaframleiðendunum fyrir þeirra framlag og áræðni við að tryggja að við hefðum frábæran bíl á þessu ári. Ég er stoltur af árangrinum sem við náðum saman", sagði Vettel. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Yngsti heimsmeistari sögunnar, Sebastian Vettel frá Þýskalandi tók á móti heimsmeistaratitli Formúlu 1 ökumanna í gærkvöldi á sérstakri verðlaunaafhendingu FIA fyrir akstursíþróttamenn. Athöfnin var í Mónakó. Red Bull liðið tók líka á móti meistaratitli bílasmiða í fyrsta skipti frá því liðið var stofnað og Bernie Ecclestone afhenti Christian Horner, framkvæmdarstjóra liðsins titilinn. Red Bull tryggði sér báða meistaratitlanna, eftir að hafa verið 15 sinnum fremst á ráslínu á árinu. Mark Webber, hinn ökumaður liðsins varð í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber vann fjögur Formúlu 1 mót á árinu, en Vettel fimm og hann tryggði sér titilinn eftir sigur í lokamótinu í Abu Dhabi og komst þannig í fyrsta skipti á árinu í efsta sæti stigamótsins og hampaði þannig titilinum. Forseti FIA, Jean Todt afhenti Vettel meistaratitilinn í Mónakó í gærkvöldi. "Það er einstakt kvöld og fyrir Red Bull liðið. Það kætir mig að taka á móti meistaratitli ökumanna, sem mig hefur dreymt um síðan ég byrjaði að keppa", sagði Vettel eftir afhendinguna. "Það var ótrúlegt að vinna meistarakeppnina og tímabilið hefur verið ótrúlegt og gengið upp og niður. Við trúðum á liðið, á bílinn og nutum hvers móts fyrir sig. Ég vil þakka öllu Red Bull liðinu og Renault vélaframleiðendunum fyrir þeirra framlag og áræðni við að tryggja að við hefðum frábæran bíl á þessu ári. Ég er stoltur af árangrinum sem við náðum saman", sagði Vettel.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira