Breskir ökumenn í forystuhlutverkinu 1. júlí 2010 13:47 Jenson Button og Lewis Hamilton hafa ástæðu til að fagna góðum árangri á þessu ári. e Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar. Fyrst er stór og mikil aksturshátíð á Goodwood brautinni í Bretlandi um helgina og svo er keppt á Silverstone brautinni um aðra helgi. Hamilton er með sex stiga forskot á Button og stigamótinu, en Sebastian Vettel er sex stigum á eftir Button. Hamilton náði öðru sæti á eftir Vettel í síðustu keppni og Button varð þriðji og komast þannig á verðlaunapall í þriðja mótinu í röð, rétt eins og Hamilton. Köppunum bresku verður því vel fagnað um helgina á Goodwood, sem er sögufræg braut. "Ég mun aka meistarabílnum mínum, MP-23 og ég á góðar minningar um þann bíl. Hann er fallegur. Yfirbygging fullvaxinn, riffluð dekk og hellingur af gripi. Ég get ekki beðið", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hann mun líka aka fyrrum keppnisbíl Alain Prost og það sama mun Button gera. "Goodwood er frábær staður til að hitta áhangendur sem styðja mig og hvetja. Þegar ég er að vinna (á mótssvæðum) þá getur verið erfitt að taka tíma í að spjalla við fólk, en um þetta snýst Goodwood. Að komast í návígi við fólk og láta það vita að ég kann að meta þau og tek þeim ekki sem sjálfsögðum hlut. Þeirra stuðningur skiptir mig máli og jafnvel þó það sé bara eina helgi, þá er þetta mitt tækifæri til að þakka fyrir á persónulegan hátt", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Lewis Hamilton 127 2 Jenson Button 121 3 Sebastian Vettel 115 4 Mark Webber 103 5 Fernando Alonso 98 6 Robert Kubica 83 7 Nico Rosberg 75 8 Felipe Massa 67
Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira