Engin uppgjöf hjá McLaren í titilslagnum 15. október 2010 13:33 Christian Horner hjá Red Bull og Martin Whitmars hjá McLaren ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Mark Webber er efstur í stigamótinu með 220 stig, en Fernando Alonso og Jenson Button erum með 206, en Hamilton 192 og Button 189. Red Bull er með 426 stig í keppni bílasmiða, McLaren 381 og Ferrari 334. Þrjú mót eru eftir í stigamótinu. Fyrst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi, en í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Það eru þrjú mót eftir og 75 stig í pottinum fyrir ökumenn og það væri ekki viska í því að afskrifa Jenson, Lewis eða McLaren", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Báðir hafa ökumennirnir unnið titla áður og þeir skilja erfiðleikanna sem fylgja slíkri stöðu og skila árangri þegar álagið er sem mest. Þeir eru tilbúnir í þennan slag. Líklega mun titilinn vinnast af þeim sem sýnir stöðugleika. Við munum halda áfram með framsækna þróunarvinnu og mætum með nýja hluti í þennan slag. Við þurfum mikið af stigum í öllum mótunum. Við stefnum á sigur og gefumst ekki upp án baráttu." Hamilton hefur gengið heldur illa í síðustu mótum, en vann síðast á Spa brautinni í Belgíu. hann varð fimmti í síðustu keppni eftir að gírkassi í bíl hans bilaði og Button náði þar með að smeygja sér framúr honum og næla í fjórða sætið. Hamilton hafði fengið fimm sæta refsingu eftir tímatökuna þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Hann fær ekki samskonar refsingu eftir tímatökuna í næsta móti, þó hann verði að skipta um gírassa að sögn Whitmarsh. Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Mark Webber er efstur í stigamótinu með 220 stig, en Fernando Alonso og Jenson Button erum með 206, en Hamilton 192 og Button 189. Red Bull er með 426 stig í keppni bílasmiða, McLaren 381 og Ferrari 334. Þrjú mót eru eftir í stigamótinu. Fyrst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi, en í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Það eru þrjú mót eftir og 75 stig í pottinum fyrir ökumenn og það væri ekki viska í því að afskrifa Jenson, Lewis eða McLaren", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Báðir hafa ökumennirnir unnið titla áður og þeir skilja erfiðleikanna sem fylgja slíkri stöðu og skila árangri þegar álagið er sem mest. Þeir eru tilbúnir í þennan slag. Líklega mun titilinn vinnast af þeim sem sýnir stöðugleika. Við munum halda áfram með framsækna þróunarvinnu og mætum með nýja hluti í þennan slag. Við þurfum mikið af stigum í öllum mótunum. Við stefnum á sigur og gefumst ekki upp án baráttu." Hamilton hefur gengið heldur illa í síðustu mótum, en vann síðast á Spa brautinni í Belgíu. hann varð fimmti í síðustu keppni eftir að gírkassi í bíl hans bilaði og Button náði þar með að smeygja sér framúr honum og næla í fjórða sætið. Hamilton hafði fengið fimm sæta refsingu eftir tímatökuna þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Hann fær ekki samskonar refsingu eftir tímatökuna í næsta móti, þó hann verði að skipta um gírassa að sögn Whitmarsh.
Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira