Körfubolti

Hlynur og Jakob búnir að vinna fimm leiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson skoraði 23 stig í gær.
Hlynur Bæringsson skoraði 23 stig í gær. Mynd/Stefán
Sundsvall Dragons, lið þeirra Hlyns Bæringssonar og Jakobs Sigurðarsonar, er á góðri siglingu í sænska körfuboltanum því liðið vann í gær sinn fimmta leik í röð og er nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu.

Sundsvall vann 94-74 útisigur á 08 Stockholm HR og er með 18 stig eins og Norrköping Dolphins en í tveimur efstu sætunum eru lið Södertälje Kings og LF Basket sem bæði hafa 20 stig. Síðasta tap Sundsvall var á móti Södertälje 12. nóvember síðastliðinn.

Hlynur Bæringsson fór á kostum í sigurleiknum í gær og setti persónulegt stigamet í sænsku deildinni með því að skora 23 stig. Hlynur var einnig með 8 fráköst, 4 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig og gaf 5 stoðsendingar en hann hitti úr 6 af 9 skotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×