Afréttarinn mikli 17. mars 2010 06:00 Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 reið stærsta fjármálakreppa allra tíma yfir á Íslandi. Á sama tíma sprakk risavaxin fasteignabóla og gengi krónunnar hrundi um helming. Efnahagslegar hamfarir af þessari stærðargráðu kalla óumflýjanlega á tímabundinn samdrátt í landsframleiðslu og aukningu atvinnuleysis. Hagkerfið þarf að laga sig að nýjum raunveruleika. Nýir atvinnuvegir þurfa að vaxa upp í stað þeirra sem hrundu. Ein stærsta spurningin sem stjórnvöld standa frammi fyrir er hvernig þau geta best hjálpað þessu ferli að eiga sér stað á sem stystum tíma en jafnframt með þeim hætti að verðmætasköpun verði sem mest til lengri tíma. Núverandi stjórnvöld hafa lagt höfuðáherslu á að koma fjármálakerfi landsins aftur í gang þannig að fjármagn geti á ný flætt frá sparifjáreigendum til frumkvöðla. Í þessu sambandi er markverðast að stjórnvöld hafa í raun einkavætt tvo af stóru bönkunum þremur hraðar en nokkur hefði þorað að vona fyrstu vikurnar eftir hrun. Þetta er í grunninn markaðsvæn stefna sem byggist á því að einkageiranum sé best treystandi til þess að byggja upp atvinnuvegi sem leiðir til hámarksverðmætasköpunar til lengri tíma. Því miður hefur vantraust á markaðsöflin lengi verið landlægt í stjórnmálum á Íslandi. Og slíkt vantraust virðist vera síst minna á hægri væng stjórnmálanna en þeim vinstri. Eða hvernig samrýmist það yfirlýstri hugmyndafræði hægrimanna að kalla í sífellu eftir „stefnu stjórnvalda í atvinnumálum"? Á ekki stefna stjórnvalda í atvinnumálum einungis að vera að skapa sterkan lagaramma og leyfa síðan einkaframtakinu að sjá um atvinnusköpun? Þvert á þessa hugmyndafræði virðist lausnin í huga margra alltaf vera sú sama þegar eitthvað bjátar á: Byggjum fleiri álver! Vitaskuld væri ekkert að því að á Íslandi risu fleiri álver á eðlilegum markaðsforsendum. En þá þarf að vera tryggt að arðurinn af orkuframleiðslunni renni til þjóðarinnar og að hann sé nægilega mikill til þess að vega upp þau umhverfisspjöll sem hljótast af. Hingað til hefur þetta alls ekki verið tryggt. Stjórnvöld hafa haldið orkuverði til stóriðju leyndu og því hefur verið engin leið fyrir kjósendur að mynda sér upplýsta skoðun á skynsemi stóriðjuframkvæmda. Við þessar aðstæður er hættan sú að óþol stjórnmálamanna gagnvart tímabundnum erfiðleikum sem fylgja aðlögun hagkerfisins að nýju jafnvægi leiði til þess að þeir veiti afslátt af arðsemiskröfum svo þeir geti keyrt hagkerfið áfram af handafli. Það kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Orkuauðlindir þjóðarinnar eru einhver mestu verðmæti sem hún á. Þær eru takmörkuð auðlind og það væri stórslys ef þær væru seldar á útsölu af skammsýnum stjórnmálamönnum sem vantreysta sköpunarmætti þjóðarinnar. Áður en ráðist er í frekari stóriðju er nauðsynlegt að stjórnvöld móti stefnu í auðlindamálum sem tryggir að arðurinn af auðlindinni renni til þjóðarinnar. Aðlögunarferlið sem hagkerfið gengur í gegnum þessi misserin er óumflýjanlega mörgum erfitt. Það er því skiljanlegt að mikillar óþreyju gæti að atvinnuleysi minnki. Varðandi stefnu stjórnvalda vegast hér á tvö sjónarmið. Stjórnvöld gætu keyrt niður atvinnuleysi hratt með því að greiða fyrir uppbyggingu stóriðju. En ef of geyst er farið í því gæti það skaðað hagkerfið til lengri tíma. Hinn kosturinn er að þau einbeiti sér að því að skapa sterka umgjörð fyrir heilbrigt viðskiptalíf og treysti markaðsöflunum og sköpunarkrafti þjóðarinnar til þess að byggja upp nýja atvinnuvegi sem hámarka verðmætasköpun til lengri tíma. Seinni kosturinn kallar á þolinmæði þar sem uppbygging nýrra atvinnuvega tekur tíma. Höfundur er lektor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun