Vettel: Frábær úrslit fyrir liðið 27. mars 2010 16:14 Mark Webber og Sebastian Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna, en þeir aka báðir hjá Red Bull. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel. Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel.
Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira