Vettel: Frábær úrslit fyrir liðið 27. mars 2010 16:14 Mark Webber og Sebastian Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna, en þeir aka báðir hjá Red Bull. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel. Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Ástralíu sem fer fram snemma morguns. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 5.30. "Þetta eru frábær úrslit fyrir liðið. Þetta er heimakeppni Mark Webber, en hann náði fremsta stað á ráslínu í Þýskalandi, þannig að þetta er smá hefnd", sagði Vettel hlæjandi eftir að hafa ekið hraðast allra um brautina fyrir framan landa Webbers. "Fyrsti hringurinn í lokaumferðinni var sá fljótasti. Það gekk allt upp þar til kom að síðustu þremur beygjunum. Ég var á ystu nöf í fjórtándu beygjunni og missti bílinn örlítið þeirri síðustu. En aksturinn var góður fram að því og útkoman segir allt sem segja þarf. Ég hlakka til morgundagsins." Vettel ræsir fremstur, við hlið hans Mark Webber, síðan koma Fernando Alonso og Jenson Button. Alonso vann fyrsta mót ársins. "Það er gott að ræsa fremstur, en keppnin er löng og ströng. Við vitum ekki hvort það verður eitthvað vesen á brautinni og þörf á öryggisbílnum. Ég man að fyrir tveimur árum komnust aðeins sjö bílar í endamark. Það gerist alltaf margt á Albert Park, og því gott að vera fremstur. Ég er líka á hreinni hluta brautarinnar, þannig að ég er sæll." "Ég verð að vera einbeittur í því sem ég er að gera í mótinu. Halda bílnum á brautinni og gæta þess að ofslíta ekki dekkjunum í leiðinni, auk þess að keyra eins hratt og mögulegt er. Það er mikilvægt að aka snyrtilega ef svo má segja og koma bílnum í endamark. Að ræsa fremstur er sami staður og ég vil ljúka mótinu í...", sagði Vettel.
Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira