Jón Ólafsson og Mike Tyson bestu vinir alfrun@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 06:30 Jón og hnefaleikakappinn Mike Tyson mynduðu góðan vinskap á kvikmyndahátíðinni í Kazakstan þar sem þeir voru báðir gestir. „Tyson er ljúfur sem lamb,“ segir athafnamaðurinn og vatnskóngurinn Jón Ólafsson. Jón er nýkominn til Íslands eftir að hafa verið einn af alþjóðlegum gestum kvikmyndahátíðar í Kazakstan. Þar var hann í hóp með Hollywood-leikkonunni Hillary Swank, sænska leikaranum og líkamsræktarfrömuðinum Dolph Lundgren, kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og hnefaleikakappanum Mike Tyson. Tyson og Jón urðu hinir mestu mátar meðan á dvölinni í Kazakstan stóð. „Tyson er stórvinur minn,“ segir Jón. „Ég var eiginlega settur í það að sjá um hann, enda ekki hver sem er sem ræður við kappann.“ Leikstjórinn Timur Bekmambetov, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum NightWatch og Wanted, er upphafsmaður hátíðarinnar, en hann er góður vinur Jóns. „Timur bauð mér að koma á hátíðina og það var alveg svakalega gaman,“ segir Jón. „Við vorum þarna þrír boðsgestir sem vorum saman. Þeir vildu sem sagt vera með einn kvikmyndaframleiðanda, einn leikara og einn frumkvöðul, sem var ég. Þetta var bara alveg frábært,“ Jón bætir við að hann eigi heimboð inni hjá Tyson á heimili hans í Las Vegas. „Ég stefni á að heimsækja hann innan skamms.“ Hnefaleikakappinn var á hátíðinni til að kynna heimildarmyndina Tyson sem er um hann sjálfan en myndin kom út 2008. Jón ber myndinni vel söguna og segir hana lýsa Mike Tyson sem karakter. „Ég sá hana fyrst á Sundance hátíðinni í fyrra og hún er alveg mögnuð. Mæli hiklaust með henni,“ segir hann. Kvikmyndahátíðin, sem var haldin í fyrsta skipti í ár, ber nafnið Astana International Action Film Festival og er meðal annars sögð vera haldin til að varpa nýju ljósi á íbúa og menningu Kazakstans eftir að kvikmyndin Borat var talin afskræma ímynd landsins fyrir alla heimsbyggðina. Dolph Lundgren var þarna sem kynnir og Hillary Swank tók á móti verðlaunum. Fleiri stórlaxar í Hollywood voru einnig á svæðinu og fengu að kynnast landi og þjóð, enda Kazakstanar mjög stoltir af menningu sinni og urðu mjög fúlir þegar Borat kvikmyndin kom út. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón kemur til Kazakstan og vitaskuld tók hann Icelandic Glacial vatnið með sér en hann segist sjaldan skilja það við sig. „Ég mun klárlega fara aftur. Landið er mjög fallegt og höfuðborgin Astana, þar sem hátíðin var haldin, er frábær.“ Innlent Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Tyson er ljúfur sem lamb,“ segir athafnamaðurinn og vatnskóngurinn Jón Ólafsson. Jón er nýkominn til Íslands eftir að hafa verið einn af alþjóðlegum gestum kvikmyndahátíðar í Kazakstan. Þar var hann í hóp með Hollywood-leikkonunni Hillary Swank, sænska leikaranum og líkamsræktarfrömuðinum Dolph Lundgren, kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein og hnefaleikakappanum Mike Tyson. Tyson og Jón urðu hinir mestu mátar meðan á dvölinni í Kazakstan stóð. „Tyson er stórvinur minn,“ segir Jón. „Ég var eiginlega settur í það að sjá um hann, enda ekki hver sem er sem ræður við kappann.“ Leikstjórinn Timur Bekmambetov, sem leikstýrði meðal annars kvikmyndunum NightWatch og Wanted, er upphafsmaður hátíðarinnar, en hann er góður vinur Jóns. „Timur bauð mér að koma á hátíðina og það var alveg svakalega gaman,“ segir Jón. „Við vorum þarna þrír boðsgestir sem vorum saman. Þeir vildu sem sagt vera með einn kvikmyndaframleiðanda, einn leikara og einn frumkvöðul, sem var ég. Þetta var bara alveg frábært,“ Jón bætir við að hann eigi heimboð inni hjá Tyson á heimili hans í Las Vegas. „Ég stefni á að heimsækja hann innan skamms.“ Hnefaleikakappinn var á hátíðinni til að kynna heimildarmyndina Tyson sem er um hann sjálfan en myndin kom út 2008. Jón ber myndinni vel söguna og segir hana lýsa Mike Tyson sem karakter. „Ég sá hana fyrst á Sundance hátíðinni í fyrra og hún er alveg mögnuð. Mæli hiklaust með henni,“ segir hann. Kvikmyndahátíðin, sem var haldin í fyrsta skipti í ár, ber nafnið Astana International Action Film Festival og er meðal annars sögð vera haldin til að varpa nýju ljósi á íbúa og menningu Kazakstans eftir að kvikmyndin Borat var talin afskræma ímynd landsins fyrir alla heimsbyggðina. Dolph Lundgren var þarna sem kynnir og Hillary Swank tók á móti verðlaunum. Fleiri stórlaxar í Hollywood voru einnig á svæðinu og fengu að kynnast landi og þjóð, enda Kazakstanar mjög stoltir af menningu sinni og urðu mjög fúlir þegar Borat kvikmyndin kom út. Þetta var í fyrsta sinn sem Jón kemur til Kazakstan og vitaskuld tók hann Icelandic Glacial vatnið með sér en hann segist sjaldan skilja það við sig. „Ég mun klárlega fara aftur. Landið er mjög fallegt og höfuðborgin Astana, þar sem hátíðin var haldin, er frábær.“
Innlent Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira