Meinfyndinn Machete Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. nóvember 2010 07:00 Eini tilgangur Machete er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar. Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina. Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó *** Machete Leikstjórar: Robert Rodriguez, Ethan Maniquis. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Jessica Alba, Michelle Rodriguez, Jeff Fahey, Robert De Niro, Steven Seagal, Don Johnson, Cheech Marin, Lindsay Lohan. Þeir sem þekkja ekki nafn Danny Trejo þekkja þó líklega andlit hans. Hann er einn af þessum leikurum sem við höfum öll séð í milljón myndum, oftast í hlutverki hrotta, og aldrei í aðalhlutverki. Aldrei fyrr en nú. Í Machete leikur hann fyrrverandi lögreglumann frá Mexíkó sem er ólöglega búsettur í Bandaríkjunum og fær það vafasama verkefni að ráða þingframbjóðanda af dögum gegn greiðslu. Þeir sem fá hann til verksins eru þó ekki allir þar sem þeir eru séðir og fljótlega er lögreglumaðurinn sjálfur orðinn skotmark. Machete er sjálfmeðvituð B-mynd, hvers eini tilgangur er að vera skemmtileg og það tekst henni ljómandi vel. Kitlar hún þar að auki svörtustu hláturtaugarnar, en þeir sem þekkja til fyrri verka Roberts Rodriguez vita svo sem vel við hverju má búast í myndum hans. Leikararnir eru í miklu stuði og skemmtilegastur er sjálfur Danny Trejo. Michelle Rodriguez er án nokkurs vafa kynþokkafyllsti taco-sölumaður heims, og skúrkarnir voru allir góðir (De Niro, Fahey, Johnson og Seagal). Þeir voru bara of margir. Stærsti galli myndarinnar er þó lokauppgjörið. Þar er of mikið að gerast í einu og það endar bara einhvern veginn. Niðurstaða: Þrælskemmtileg hasarmynd af gamla skólanum, en missir dampinn eilítið í restina.
Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira