ESB og lýðræðið Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar 15. júlí 2010 06:00 Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun