Yamamoto sjokkeraður að fá sæti Senna 9. júlí 2010 20:12 Sakan Yamamoto ók bíl Hispania á Silverstone í dag. Mynd: Getty Images Engar skýringar hafa verið gefnar á því afhverju Japaninn Sakan Yamamoto ekur Hispania keppnisbílnum í stað Bruno Senna frá Brasilíu. Hann keppir á bílnum í stað Senna á Silverstone um helgina. Senna og Karun Chanduk hafa verið ökumenn Hispania en liðið tilkynnti um Yamamoto, sem ekur þó aðeins í einu móti að sögn talsmanna liðsins. "Ég veit ekki hvað gerist eftir Silverstone, þannig að ég einbeiti mér að þessu móti. En ég er alltaf klár í slaginn, en ég frétti af þessu síðdegis í gær", sagði Yamamoto í frétt á autosport.com. "Ég varð verulega hissa. Undir eðlilegum kringumstæðum er maður ánægður að fá að keyra, en þetta kom of mikið á óvart. Var sjokkerandi. Ég þurfti að aðlagast hratt og safna upplýsingum um hegðun bílsins. Þetta var ekki létt verkefni." Yamamoto sagði hann lítið hafa rætt við Bruno. "Við höfum heilsast, en ég skil hvernig honum líður og vill tala við hann síðar þegar málin hafa róast. Það er erfitt að ræða málin í augnablikinu. Þetta eru sérkennilegar aðstæður, en okkur hefur alltaf samið vel. Ég veit ekki hvað hann hugsar um þetta", sagði Yamamoto. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Engar skýringar hafa verið gefnar á því afhverju Japaninn Sakan Yamamoto ekur Hispania keppnisbílnum í stað Bruno Senna frá Brasilíu. Hann keppir á bílnum í stað Senna á Silverstone um helgina. Senna og Karun Chanduk hafa verið ökumenn Hispania en liðið tilkynnti um Yamamoto, sem ekur þó aðeins í einu móti að sögn talsmanna liðsins. "Ég veit ekki hvað gerist eftir Silverstone, þannig að ég einbeiti mér að þessu móti. En ég er alltaf klár í slaginn, en ég frétti af þessu síðdegis í gær", sagði Yamamoto í frétt á autosport.com. "Ég varð verulega hissa. Undir eðlilegum kringumstæðum er maður ánægður að fá að keyra, en þetta kom of mikið á óvart. Var sjokkerandi. Ég þurfti að aðlagast hratt og safna upplýsingum um hegðun bílsins. Þetta var ekki létt verkefni." Yamamoto sagði hann lítið hafa rætt við Bruno. "Við höfum heilsast, en ég skil hvernig honum líður og vill tala við hann síðar þegar málin hafa róast. Það er erfitt að ræða málin í augnablikinu. Þetta eru sérkennilegar aðstæður, en okkur hefur alltaf samið vel. Ég veit ekki hvað hann hugsar um þetta", sagði Yamamoto.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira