Fótbolti

Mourinho: Ekkert meira fyrir mig að gera hér

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho er af mörgum talinn besti þjálfari heims.
Jose Mourinho er af mörgum talinn besti þjálfari heims.
Snillingurinn José Mourinho, þjálfari Inter, sagði eftir sigur liðsins í Meistaradeild Evrópu í kvöld að hann sé líklega á förum frá félaginu þar sem hann hafi ekkert meira að gera þarna, búinn að vinna allt.

Mourinho er sá þriðji í sögunni sem að sigrar keppnina með sitt hvoru liðinu en hann endaði einnig fjörtíu og fimm ára bið Inter manna með sigrinum í kvöld. Mourinho veifaði stuðningsmönnum félagsins innilega í leikslok sem var líkt og kveðjustund kappans.

„Ég ætla að verða sá eini sem að vinnur Meistaradeildina með þremur liðum. Það er líklegra að ég fari heldur en að ég haldi áfram hér," sagði José Mourinho eftir sigurinn í kvöld.

„Ég er búinn að vera ánægður hjá Inter en ekki beint í ítalska boltanum vegna þess hvernig komið hefur verið fram við mig. Ég mun elska Inter að eilífu. Ætti ég að fara? Ég er betri en þegar að ég kom hingað. En núna vil ég aðra áskorun," bætti Mourinho við.

„Ég er búinn að vera hugsa þetta í þrjá mánuði og ætla að taka mér nokkra daga til viðbótar. Ég hef ekki talað neitt við Real Madrid eins og sögusagnir hafa verið að segja.

„Nú er ég búinn að vinna allt hér með Inter og ekkert meira fyrir mig að gera hér. En eins og ég segi þá hef ég ekki hitt neinn eða skrifað undir neitt svo að við sjáum bara til með framhaldið," sagði José Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×