Hver eru skilaboð stjórnvalda? Haukur Claessen skrifar 22. júní 2010 05:30 Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Grein Helga Hjörvars alþingismanns, sem birtist í Fréttablaðinu 15. júní sl. snýst um skuldaleiðréttingu húsnæðislána almennings. Frá því snemma árið 2008 hefur hagur hins almenna íbúðareiganda versnað til muna eins og alþjóð veit. Uppsöfnuð verðbólga frá ársbyrjun 2008 nemur tæpum 30 prósentum með tilheyrandi hækkun íbúðarlána svo ekki sé minnst á rýrnun kaupmáttar venjulegs fólks. Helgi færir rök fyrir því að um 100 milljarða króna svigrúm hafi skapast hjá stjórnvöldum til að leiðrétta húsnæðisskuldir. Bendir hann á aukið svigrúm bankanna til afskrifta og ávinning ríkissjóðs og lífeyrissjóðanna af sk. Avens-samningi sem nýlega var gerður milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Lúxemborgar. Kjarninn í greininni er sá að án almennra afskrifta er aðallega komið til móts við þá sem voru hvað duglegastir að skuldsetja sig á undanförnum árum. Viðbrögð forsætisráðherra við greininni valda vonbrigðum. Hún telur þörf á að koma [„…til móts við þá verst stöddu og gætu sumir fengið allt að 90 prósent niðurfellingu skulda."] Vissulega þarf að koma til móts við stórskuldara en hvað með þann mikla fjölda fólks sem hefur sýnt ráðdeild og tók lán af varfærni? Skilaboð stjórnvalda til almennings eru þau að aðeins verði komið til móts við allra skuldsettustu einstaklingana. Hinir geta átt sig. Hversu lengi ber manni að borga greiðsluseðlana án þess að sjáist högg á vatni? Þótt höfuðstóllinn á verðtryggðum lánum lækki hægt og rólega hefur „skuld samtals með verðbótum" gert fátt annað en að hækka undanfarin ár þökk sé verðbólgunni og verðtryggingunni. Það virðist stoða lítt að greiða aukalega inn á höfuðstólinn því lánin eru eins og botnlaus hít í því árferði sem nú er. Að mínu mati snýst málið um að stjórnvöld sýni viðleitni til að leiðrétta stökkbreytt íbúðarlán. Almennar afskriftir upp á 20 prósent sem hafa verið viðraðar má telja óraunhæfar en hvað með 10 prósent með 5 milljón króna afsláttarþaki? Ekki yrði um neinar töfralausnir að ræða en eins og áður sagði snýst þetta um viðleitni stjórnvalda til almennra afskrifta. Svigrúmið telur Helgi Hjörvar vera til staðar. Hvort nýgenginn dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengis-tryggðra lána hefur áhrif á stöðu þeirra sem eru með verðtryggð húsnæðislán á bakinu skal ósagt látið.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar