Engin flugeldasýning Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Upp og niður stigann. Tónlist ** Upp og niður stigann Sálin hans Jóns míns og Stórsveit Reykjavíkur Sálin hans Jóns míns er ein fremsta hljómsveit íslenskrar dægurlagasögu. Um það verður ekki deilt. Sveitin hefur gert frábæra hluti. En hún hefur líka slegið sínar feilnótur. Eins og allir myndu gera á jafn farsælum ferli. Upp og niður stigann, fyrsta hljóðversplata Sálarinnar í fimm ár, fellur því miður í síðarnefnda flokkinn. Sálin nýtur liðstyrks Stórsveitar Reykjavíkur á plötunni en samstarfið nær ekki þeim hæðum sem maður getur gert kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman. Vandamálið við Upp og niður stigann er ekki skortur á fagmennsku. Síður en svo. Hljóðfæraleikurinn og sándið er eins gott og á verður kosið. Og platan er ekkert vond, hún er bara ekki nógu skemmtileg. Fyrir utan hefðbundna „Sálarlagið" Fyrir utan gluggann þinn og Jens Hansson-slagarann Á morgun kemur annar dagur þá er ekkert sem æsir upp í manni Sálardýrið. Byrjunin á Meira en nóg bauð upp á eitthvað verulega forvitnilegt en svo fjarar undan laginu. Því miður. Að öðru leyti eru lagasmíðarnar frekar lítið spennandi, útsetningarnar eru ekki nein flugeldasýning eins og maður hefði fyrirfram búist við af samstarfi Samúels J. Samúelssonar, blásarameistara íslenska lýðveldisins, og Guðmundi Jónssyni, gítarriffkóngi þjóðarinnar. Og þegar ég hugsa betur um plötuna þá er eiginlega mesta svekkelsið að Sálinni tekst ekki að koma mér á óvart. Þar sem ég er laumufarþegi í Sálarskipinu og mér hefur fundist sveitin verða betri og betri með aldrinum þá er Upp og niður stigann ákveðið skipbrot; það er ekkert alvarlegt en Sálin getur einfaldlega betur. Niðurstaða: Það skortir ekkert upp á fagmennskuna á Upp og niður stigann en hún nær hins vegar ekki þeim hæðum sem hægt er að gera kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist ** Upp og niður stigann Sálin hans Jóns míns og Stórsveit Reykjavíkur Sálin hans Jóns míns er ein fremsta hljómsveit íslenskrar dægurlagasögu. Um það verður ekki deilt. Sveitin hefur gert frábæra hluti. En hún hefur líka slegið sínar feilnótur. Eins og allir myndu gera á jafn farsælum ferli. Upp og niður stigann, fyrsta hljóðversplata Sálarinnar í fimm ár, fellur því miður í síðarnefnda flokkinn. Sálin nýtur liðstyrks Stórsveitar Reykjavíkur á plötunni en samstarfið nær ekki þeim hæðum sem maður getur gert kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman. Vandamálið við Upp og niður stigann er ekki skortur á fagmennsku. Síður en svo. Hljóðfæraleikurinn og sándið er eins gott og á verður kosið. Og platan er ekkert vond, hún er bara ekki nógu skemmtileg. Fyrir utan hefðbundna „Sálarlagið" Fyrir utan gluggann þinn og Jens Hansson-slagarann Á morgun kemur annar dagur þá er ekkert sem æsir upp í manni Sálardýrið. Byrjunin á Meira en nóg bauð upp á eitthvað verulega forvitnilegt en svo fjarar undan laginu. Því miður. Að öðru leyti eru lagasmíðarnar frekar lítið spennandi, útsetningarnar eru ekki nein flugeldasýning eins og maður hefði fyrirfram búist við af samstarfi Samúels J. Samúelssonar, blásarameistara íslenska lýðveldisins, og Guðmundi Jónssyni, gítarriffkóngi þjóðarinnar. Og þegar ég hugsa betur um plötuna þá er eiginlega mesta svekkelsið að Sálinni tekst ekki að koma mér á óvart. Þar sem ég er laumufarþegi í Sálarskipinu og mér hefur fundist sveitin verða betri og betri með aldrinum þá er Upp og niður stigann ákveðið skipbrot; það er ekkert alvarlegt en Sálin getur einfaldlega betur. Niðurstaða: Það skortir ekkert upp á fagmennskuna á Upp og niður stigann en hún nær hins vegar ekki þeim hæðum sem hægt er að gera kröfu um þegar slíkir fagmenn taka höndum saman.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira