Button vann í stormasamri keppni 18. apríl 2010 10:12 Jenson Button vann í rigningarkeppni í K'ina. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Bretinn Jenson Button á McLaren fagnaði sigri í kínverska Formúlu 1 kappakstrinum í Sjanghæ í dag, eftir að veðurguðirnir kínversku höfðu hrært upp í gangi mála hvað eftir annað. Lewis Hamilton fylgi Button í endmark í öðru sæti og Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Sebastian Vettel var fremstur á ráslínu, en missti strax Fernando Alonso framúr sér sem þjófstartaði reyndar og hlaut refsingu fyrir. Nico Rosberg leiddi svo mótið efir að hann kaus að skipta ekki yfir á regndekk eins og margir gerðu eftir fyrstu hringina. En Rosberg gerði mistök í beygju og tokst Button að smeygja sér framúr Rosberg og ná forystu. En keppendur tóku margir hverjir mörg hlé til dekkjaskipta og oft var erfitt að ráða í stöðuna, vegna sífelldra breytinga hvað veðrið varðar. Skömmu eftir framúrakstur Buttons á Rosberg voru allir komnir á regndekk. Vegna óhapps í brautinni´þurfti að endurræsa keppnina, eftir að öryggisbíllinn kom út og Button hélt sinni stöðu óhikað. Hamilton vann sig hægt og bítandi upp stöðulistann og náði framúr Rosberg í kapphlaupinu um annað sætið, þegar ökumenn skiptu á annan gang af regndekkjum fyrir lokasprettinn. Button hélt sttöðu sinni á meðan hver framúraksturinn af öðrum leit dagsins ljós í brautinni, meira og minna frá upphafi mótsins. Hamilton þokaðist nær Button í lokin og munaði aðeins 1.5 sekúndum á þeim í gengum endamarkið. Rosberg náði að halda þriðja sæti á undan Alonso. Lokastaðan Lokastaðan í Kína 1. Button McLaren-Mercedes 1:44:42.163 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.530 3. Rosberg Mercedes + 9.484 4. Alonso Ferrari + 11.869 5. Kubica Renault + 22.213 6. Vettel Red Bull-Renault + 33.310 7. Petrov Renault + 47.600 8. Webber Red Bull-Renault + 52.172 9. Massa Ferrari + 57.796 10. Schumacher Mercedes + 1:01.749 Stigin 1. Button 60 1. McLaren-Mercedes 109 2. Rosberg 50 2. Ferrari 90 3. Alonso 49 3. Red Bull-Renault 73 4. Hamilton 49 4. Mercedes 60 5. Vettel 45 5. Renault 46 6. Massa 41 6. Force India-Mercedes 18 7. Kubica 40 7. Williams-Cosworth 6 8. Webber 28 8. Toro Rosso-Ferrari 2 9. Sutil 10
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira